fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Markaveisla á Seltjarnarnesi

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á markaveislu á Seltjarnarnesi í viðureign Gróttu og Völsungs í 1. deild kvenna í dag. Leikurinn endaði með 4-4 jafntefli.

Eydís Lilja Eysteinsdóttir kom Gróttu yfir á 30. mínútu. 11 mínútum síðar jafnaði Krista Eik Harðardóttir leikinn fyrir Völsung.

Röðin var síðan komin að Ashley Herndon í liði Völsungs. Hún kom liðinu yfir á 44. mínútu og bætti síðan við öðru marki sínu á 52. mínútu. Staðan orðin 1-3 fyrir Völsung.

Leikmenn Gróttu neituðu hins vegar að gefast upp. Eydís Lilja Eysteinsdóttir skoraði sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn á 59. mínútu. Signý Ylfa Sigurðardóttir jafnaði síðan leikinn fyrir Gróttu á 60. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Grótta komst síðan yfir á 88. mínútu með marki frá Tinnu Jónsdóttur og virtust vera að fullkomna endurkomuna og tryggja sér sigur. Guðrún Þóra Geirsdóttir, leikmaður Völsungs náði hins vegar að koma í veg fyrir sigur Gróttu með marki á 90. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum æsispennandi leik. Grótta er eftir leikinn í 6. sæti 1. deildarinnar með 20 stig. Völsungur er í neðsta sæti deildarinnar með 4. stig.

Grótta 4 – 4 Völsungur
1-0 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (’30)
1-1 Krista Eik Harðardóttir (’41)
1-2 Ashley Herndon (’44)
1-3 Ashley Herndon (’52)
2-3 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (’59)
3-3 Signý Ylfa Sigurðardóttir, víti (’60)
4-3 Tinna Jónsdóttir (’88)
4-4 Guðrún Þóra Geirsdóttir (’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Pogba nálgast sitt allra besta

Segir Pogba nálgast sitt allra besta
433Sport
Í gær

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir
433Sport
Í gær

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík
433Sport
Í gær

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu
433Sport
Í gær

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“