fbpx
Laugardagur 24.október 2020
433Sport

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 13:32

Rashford skoraði í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið vann 2-3 útisigur á Brighton í leik þar sem lokamínúturnar voru æsispennandi.

Neal Maupay kom Brighton yfir á  40. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Aðeins þremur mínútum síðar varð Lewis Dunk, leikmaður Brighton fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan í leikhléi því 1-1.

Chris Kavanagh, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á 49. mínútu. Hann taldi að Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefði brotið á Aaron Connolly innan vítateigs. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu ákvað hann hins vegar að dæma leikaraskap á Connolly.

Marcus Rashford kom Manchester United yfir á 55. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes.

Leikmenn Brigthon reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn, skutu meðal annars þrisvar sinnum í þverslánna. Seinustu mínútur leiksins voru fjörugar. Á fimmtu mínútu uppbótartíma jafnaði Solly March leikinn fyrir Brighton.

Nokkrum mínútum síðar dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu er boltinn kom við hendi Neal Maupay, leikmann Brighton innan vítateigs. Bruno Fernandes tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-3 sigur Manchester United því staðreynd. Brighton er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 3 stig eftir þrjá leiki. Manchester United er í 13. sæti, einnig með 3 stig en eftir tvo leiki.

Manchester United tekur á móti Tottenham í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Brigthon heimsækir Everton.

Brighton 2-3 Manchester United
1-0 Neal Maupay (’40)
1-1 Lewis Dunk (’43, sjálfsmark)
1-2 Marcus Rashford (’55)
2-2 Solly March (’95)
2-3 Bruno Fernandes (‘100)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City