fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton eru enn taplausir í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-2 útisigur á Crystal Palace í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á þegar 75. mínútur voru liðnar af leiknum.

Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir á 10. mínútu þegar hann kom boltanum í netið eftir sendingu frá Seamus Coleman.

Cheikhou Kouyate jafnaði leikinn fyrir Crystal Palace með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Andros Townsend á 27. mínútu.

Everton fékk vítaspyrnu á 37. mínútu þegar boltinn fór í höndina á Joel Ward, leikmanni Crystal Palace. Richarlison tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-2 fyrir Everton.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Everton er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Crystal Palace er í 5. sæti með 6 stig.

Crystal Palace 1-2 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin (’10)
1-1 Cheikhou Kouyate (’27)
1-2 Richarlison (’40)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ tekur ákvörðun á morgun

KSÍ tekur ákvörðun á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsta stig Burnley kom í markalausu jafntefli

Fyrsta stig Burnley kom í markalausu jafntefli
433Sport
Í gær

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“
433Sport
Í gær

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í jafntefli

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í jafntefli