fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Chelsea kom til baka eftir afleitan fyrri hálfleik

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea kom til baka og náði 3-3 jafntefli á móti West Bromwich Albion í markaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Brom var 3-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks.

West Bromwich Albion byrjaði leikinn af krafti. Callum Robinson kom liðinu yfir á 4. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni þegar að hann nýtti sér varnarmistök Thiago Silva og skoraði sitt annað mark á 25. mínútu.

Aðeins tveimur mínútum síðar var Kyle Bartley búinn að kom WBA. Í 3-0. Hreint út sagt ótrúlegar tölur í leik sem var fyrir fram álitinn þægilegur fyrir Chelsea.

Frank Lampard, þjálfari Chelsea, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik. Inn á komu Cesar Azpilicueta og Callum Hudson-Odoi, útaf fóru Marcos Alonso og Mateo Kovacic.

Leikmenn Chelsea rönkuðu við sér í seinni hálfleik. Mason Mount minnkaði muninn fyrir Chelsea á 55. mínútu með skoti fyrir utan teig. Callum Hudson-Odoi skoraði síðan annað mark Chelsea á 70. mínútu.

Tammy Abraham jafnaði síðan leikinn fyrir Chelsea á 90.mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð, 3-3 jafntefli niðurstaðan í markaleik.

Chelsea er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 4 stig eftir 3 leiki. West Brom er í 15. sæti með 1 stig eftir þrjá leiki.

WBA. 3 – 3 Chelsea
1-0 Callum Robinson (‘4)
2-0 Callum Robinson (’25)
3-0 Kyle Bartley (’27)
3-1 Mason Mount (’55)
3-2 Callum Hudson-Odoi (’70)
3-3 Tammy Abraham (’90)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Pogba nálgast sitt allra besta

Segir Pogba nálgast sitt allra besta
433Sport
Í gær

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir

Beckham fær vel greitt fyrir heimildarmynd sem Netflix gerir
433Sport
Í gær

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík
433Sport
Í gær

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu
433Sport
Í gær

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“

Jose Mourinho pirraður – „Æfing 11 á morgun“