fbpx
Laugardagur 24.október 2020
433Sport

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. september 2020 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho stjóri Tottenham krafðist þess að skipt yrði um mörk fyrir leik liðsins gegn Shkendija í Evrópudeildinni í gær. Mörkin sem heimamenn höfðu sett upp voru 5 sentimetrum of lítil.

Það voru Joe Hart og Hugo Lloris markverðir Tottenham sem komust að þessu þegar þeir voru að hita upp fyrir leikinn. Mourinho var kallaður til.

Mourinho kallaði svo í eftirlitsmann UEFA sem mætti á svæðið með málband og mældi markið, þar kom í ljós að markið var of lítið.

„Þeir búa í markinu og voru fljótir að átta sig á því að það var of lítið,“ sagði Mourinho eftir leikinn ánægður með sigurinn og farmiðann í næstu umferð.

Óvíst er hvort þetta hafi verið mannleg mistök hjá Shkendija eða tilraun til þess að svindla.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City