fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Misjöfn staða í Evrópu vegna COVID-19 – 15.000 manns á leik í Ungverjalandi

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 25. september 2020 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smátt og smátt er verið að hleypa áhorfendum aftur á knattspyrnuleikvanga í Evrópu, þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé enn við líði. The Guardian hefur tekið saman hvernig staðan er í helstu deildum Evrópu.

Óljóst er hvenær áhorfendur verða aftur leyfðir á leikjum í Englandi. Áætlanir yfirvalda miðuðu við að mögulega yrði hægt að leyfa áhorfendur á leikjum í október. Önnur bylgja faraldursins er hins vegar komin af stað í Bretlandi og þess vegna verður ekkert af þeim áformum.

Í Frakklandi er liðum heimilt að hafa 1.000 áhorfendur á leikjum sínum. Það hafði verið ákveðið að leyfa 5.000 áhorfendur en aukning í Covid smitum varð til þess að sá fjöldi var lækkaður. Þó eru dæmi um það að félagsliðin sjálf banni áhorfendur, það er t.d. gert hjá Nice.

Í Þýskalandi var gefin út heimild nokkrum dögum fyrir upphaf tímabilsins. Heimildin fól í sér að félög í efstu deild mættu fylla í 20% sæta á leikvöngum sínum. Til að mynda voru 9.300 áhorfendur á leik Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach um síðustu helgi.

Þó voru áhorfendur bannaðir á leik Bayern Munchen og Köln þar sem að smituðum fjölgaði ört á því svæði.

Á Ítalíu var liðum í efstu deild heimilt að hleypa 1.000 áhorfendum á sína leiki. Þá eru uppi áætlanir um að fjölga áhorfendum sem eru leyfðir á leikjum þar í landi. Hlutfallið 25% af heildarsætafjölda leikvanga hefur verið nefnt.

Ástandið er öllu verra á Spáni. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum þar í landi og ekki eru uppi hugmyndir að leyfa áhorfendur í bráð.

Í gær fór fram leikur í Uefa Super Cup þar sem Bayern Munchen og Sevilla mættust á Puskas Arena í Ungverjalandi. Um það bil 15.000 áhorfendur voru á þeim leik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lið ársins í efstu deild karla ásamt öðrum verðlaunum – Fimm koma úr Val

Lið ársins í efstu deild karla ásamt öðrum verðlaunum – Fimm koma úr Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir Íslendingar reiðir eftir ákvörðun dagsins – „Allstaðar nema á Íslandi, sigur fyrir fear porn“

Margir Íslendingar reiðir eftir ákvörðun dagsins – „Allstaðar nema á Íslandi, sigur fyrir fear porn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ blæs öll mót af – Valur og Breiðablik Íslandsmeistari

KSÍ blæs öll mót af – Valur og Breiðablik Íslandsmeistari
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt gekk eins og í sögu þegar Van Dijk fór undir hnífinn

Allt gekk eins og í sögu þegar Van Dijk fór undir hnífinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útvarpsstjórinn hræddi líftóruna úr Rúnari þegar hann brá sér í hlutverk jólasveins

Útvarpsstjórinn hræddi líftóruna úr Rúnari þegar hann brá sér í hlutverk jólasveins
433Sport
Í gær

Kolbeinn kom við sögu í markalausu jafntefli

Kolbeinn kom við sögu í markalausu jafntefli
433Sport
Í gær

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í jafntefli – Arnór kom inn á

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í jafntefli – Arnór kom inn á