fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 24. september 2020 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heil umferð fer fram í Pepsi max deild karla í dag. Fjórum leikjum er lokið. Valur styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með stórsigri á FH og útlitið er svart fyrir Fjölni.

Fyrsti leikur dagsins fór fram á Akureyri. KA menn tóku á móti HK. Liðin eru í áttunda og níunda sæti og er fall möguleiki fyrir bæði lið. Gestirnir byrjuðu betur með marki á 14. mínútu. Þar var að verki Arnþór Ari Atlason. Hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Herði Árnasyni.

HK var einu marki yfir þegar flautað var til hálfleiks. Það var ekki fyrr en á 80. mínútu leiksins að norðanmenn jöfnuðu metin. Almarr Ormarsson skoraði glæsilegt mark og tryggði liði sínu eitt stig.

Í Vesturbænum var grannaslagur þegar KR tók á móti Gróttu. Nýliðar Gróttu létu finna fyrir sér í Vesturbænum í dag. Á 35. mínútu tæklaði Sigurvin Reynisson úr Gróttu Pablo Punyed úr KR. Sigurvin uppskar rautt spjald fyrir vikið. Gróttu menn voru aldeilis ekki sáttir og uppskar Ágúst Þór Gylfason gult spjald fyrir mótmæli í kjölfarið og Guðmundur Steinarsson fékk rautt spjald fyrir mótmæli.

Grótta orðnir tveimur mönnum færri eftir 39. mínútur. Fyrri hálfleikur var markalaus. Gestirnir af Seltjarnarnesi skoruðu fyrsta mark leiksins. Á 54. mínútu skoraði Karl Friðleifur Gunnarsson eftir aukaspyrnu frá Kristófer Melsted. Á 70. mínútu jafnaði KR metin með marki frá Pablo Punyed. Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli staðreynd hjá ríkjandi Íslandsmeisturum KR og nýliðum Gróttu.

Valur heimsótti FH í Hafnarfjörðinn. Þessi lið sitja í tveimur efstu sætunum. Valsmenn sýndu hvers þeir eru megnugir með kennslustund í Kaplakrika. Á 18. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Birkir Már Sævarsson skoraði fyrir Valsmenn. Rétt fyrir hálfleik komu tvö mörk í leikinn. Á 40. mínútu skoraði Patrick Pedersen fyrir Val eftir góðan undirbúning frá Sigurði Agli Lárussyni. Tveimur mínútum síðar svöruðu heimamenn. Steven Lennon skoraði snyrtilegt mark og hleypti lífi í leikinn. Staðan 1-2 í hálfleik Valsmönnum í vil.

Valsmenn mættu grimmir út í síðari hálfleik. Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað mark og þriðja mark Vals á 46. mínútu. Á 57. mínutu misstu FH-ingar mann út af. Guðmann Þórisson fékk beint rautt spjald eftir tæklingu á Lasse Petry. Róðurinn þyngdist fyrir FH. Á 65. mínútu fá Valsmenn víti sem Kristinn Freyr Sigurðsson skorar úr. Öruggur sigur Valsmanna sem eru komnir með nokkra fingur á bikarinn eftirsótta.

Fjölnismenn tóku á móti ÍA. Fyrir leikinn var Fjölnir í neðsta sæti með sex stig og ÍA í því sjöunda með 20 stig. Skagamenn skoruðu fyrsta mark leiksins. Stefán Teitur Þórðarson skoraði á 16. mínútu eftir sendingu frá Gísla Laxdal Unnarssyni. ÍA bætti við öðru marki leiksins á 83. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Hrafn Haraldsson.

Undir lok leiks náðu heimamenn að klóra í bakkann með marki frá Guðmundi Karli Guðmundssyni. Skagamenn áttu þó síðasta orðið. Þeir gulltryggðu sigurinn með marki í uppbótatíma. Þar var að verki Tryggvi Hrafn Haraldsson sem kláraði leikinn eftir gott samspil með Aroni Kristófer. Sigur ÍA staðreynd og útlitið ekki gott í Grafarvogi.

Tveir leikir hefjast klukkan 19:15. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni og Fylkir tekur á móti Víking Reykjavík.

KA 1 – 1 HK

0-1 Arnþór Ari Atlason (14′)
1-1 Almarr Ormarsson (80′)

KR 1 – 1 Grótta

0-1 Karl Friðleifur Gunnarsson (54′)
1-1 Pablo Punyed (70′)

FH 1 – 4 Valur

0-1 Birkir Már Sævarsson (18′)
0-2 Patrick Pedersen (40′)
1-2 Steven Lennon (42′)
1-3 Birkir Már Sævarsson (46′)
1-4 Kristinn Freyr Sigurðsson (65′) (Víti)

Fjölnir 1 – 3 ÍA

0-1 Stefán Teitur Þórðarson (16′)
0-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson (83′)
1-2 Guðmundur Karl Guðmundsson (89′)
1-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson (90+3′)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Í gær

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?