fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Samir óttaðist um öryggi sitt í Breiðholti á sunnudag – Þungar refsingar fyrir ofsalega framkomu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 14:24

Leiknisvöllur © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson knattspyrna, fótbolti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan var kölluð til eftir leik Leiknis/KB og Þórs á Leiknisvelli í Breiðholti á sunnudag. Frá þessu segir Vísir.is. Um var að ræða leik í 2 flokki karla en liðin leika í B-deild. Þór vann 3-2 sigur á Leikni en þjálfari Leiknis og tveir leikmenn fengu rautt spjald.

„Leikmenn voru afar ósáttir við dómara leiksins sem óttaðist um öryggi sitt samkvæmt heimildum Vísis,“ segir í frétt eftir Ingva Þór Sæmundsson á Vísir.is.

Samkvæmt skýrslunni á vef KSÍ var það Samir Mesetovic fyrrum knattspyrnumaður hér á landi sem var með flautuna í þessum leik. Lögreglan var kölluð til vegna þess að hann óttaðist um öryggi sitt en KSÍ refsaði Leikni fyrir.

Leon Pétursson þjálfari 2 flokks Leiknis var rekinn af velli en þetta var þriðja rauða spjaldið sem Leon fékk í sumar. Hann var úrskurðaður í þriggja leikja bann.

Aron Jarl Davíðsson 18 ára leikmaður liðsins fær fimm leikja bann fyrir ofsalega framkomu. Þetta var þriðja rauða spjald hans í sumar. Þá fékk Danny Tobar Valencia þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu í garð dómarans. Leiknir var að auki sektað um 17.500 krónur af aganefnd KSÍ.

Lesa má frétt Vísis í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA