fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Karólína Lea setti þetta markmið niður á blað fyrir ári – Draumurinn rættist á dögunum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 08:40

Karólína Lea í landsleik (Mynd: Helgi Viðar)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið kvenna mætti Svíþjóð á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, í toppslag riðilsins í undankeppni EM 2022. Fyrir leikinn voru bæði lið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Sænska liðið, sem situr í 5. sæti á styrkleikalista FIFA, var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu Svíar að skapa sér nokkur góð færi, en eina mark fyrri hálfleiks gerði Anna Avnegård á 33. mínútu og gestirnir komnir í forystu. Íslenska liðið náði að koma knettinum í sænska markið undir lok fyrri hálfleiks, en dæmt var sóknarbrot og því fékk markið ekki að standa, en stelpurnar okkar létu það ekki á sig fá og byrjuðu þær seinni hálfleikinn af miklum krafti.

Íslenska liðið var betra liðið á vellinum í seinni hálfleik, sótti stíft og uppskar jöfnunarmark á 62. mínútu. Sveindís Jane Jónsdóttir tók þá langt innkast sem rataði á Elínu Mettu Jensen sem skoraði með skalla á nærstöng

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tvítugur kantmaður Breiðabliks byrjaði sína fyrstu landsleiki í þessu verkefni, fyrst gegn Lettum síðustu helgi og svo gegn Svíum á þriðjudag. Hún var á skotskónum gegn Lettum en faðir hennar deildi því á samfélagsmiðlum í gær að þarna hefði draumur Karólínu verið að rætast.

Fyrir ári síðan setti Karólína markmið sitt niður á blað og þar stóð. „Ég ætla að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár,“ skrifaði Karólína í íþróttasálfræði í Flensborg.

Vilhjálmur Kári Haraldsson faðir hennar og farsæll þjálfari í yngri flokkum skrifaði „Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“