fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Jón Þór notaði myndir af Íslandsvinunum til að vara stelpurnar við

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 15:30

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari kvenna segir það vera orðið stór hluta af því að undirbúa lið að ræða hegðun á samfélagsmiðlum. Þannig eru samfélagsmiðlar orðnir stór hluti af daglegu lífi fólks og þjóðþekktir einstaklingar verða að passa sig hvað þeir setja út.

Á tímum kórónuveirunnar er enn betur fylgst með hvernig þjóðþekkt fólk hagar sér eins og kom í ljós þegar Þórdís Kolbrún Reykjförð, ráðherra fór út á lífið með vinkonum sínum fyrr í sumar og tók myndir.

Umræða Jóns Þórs kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sem hófst á því að rætt var um Arnar Már Guðjónsson leikmann ÍA. Arnar Már ét gamminn geisa á samfélagsmiðlinum Twitter eftir leik ÍA og Vals í Pepsi-Max deildinni á dögunum.

Arnar Már lét þar dómara leiksins, Guðmund Ársæl, heyra það. ,,Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti!“

Jón Þór hefði viljað sjá ÍA taka á þessu máli en það er á borði aganefndar KSÍ. ,,Ég hefði viljað sjá klúbbinn koma inn í þetta strax, daginn eftir. Síðast þegar ég vissi var Arnar Már leikmaður liðsins, búinn að vera frá í langan tíma en verið lykilmaður liðsins. Hann hljóp rækilega á sig þarna, hvernig sem menn töldu dómarann hafa dæmt,“ sagði Jón Þór í Dr. Football.

,,Þú ert með leikmann sem hefur þessa reynslu, þetta fluggáfaður og skemmtilegur drengur. Þetta á ekki að koma fyrir, leikmaður í efstu deild á ekki gera sig sekan um þessi mistök.“

Jón Þór sagði að í síðasta verkefni íslenska kvennalandsliðsins hafi það verið hans fyrsta verk að ræða samfélagsmiðla við leikmenn.

„Þetta er stór hluti, ég get bara sagt það úr því verkefni sem við vorum að koma úr kvennalandsliðið. Þá var þetta bara tekið fyrir á fyrsta fundi, varðandi síma, samfélagsmiðla og allt þetta kjaftæði. Við höfum séð það í sumar, ráðherrar og fleiri sem hafa tekið myndir og lent í tómu brasi. Þetta er ótrúlega klaufalegt að menn geri sig seka um svona mistök, vítin eru út um allt. Fyrsta mál á dagskrá.“

Jón Þór sagðist hafa sýnt stelpunum myndir af Mason Greenwood og Phil Foden, ensku landsliðsmönnunum sem brutu sóttvarnarreglur á Íslandi þegar þeir fengu tvær íslenskar stúlkur á hótel sitt hér á landi á dögunum.

,,Maður tekur dæmin frá 1 maí, ég birti bara mynd Mason Greenwood og Phil Foden frá því í síðustu viku. Þetta snýst ekki alltaf um traust til leikmanna, þetta snerist ekkert um að þú treystir ekki þínum leikmönnum. Þú þarft að minna á þetta, við þurfum að hjálpast af við þetta sem einn hópur. Þetta er stór þáttur hjá ungu fólki

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA