fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 24. september 2020 21:17

Jafntefli var niðurstaðan á Kópavogsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi max deild karla. Breiðablik tók á móti Stjörnunni og Fylkir tók á móti Víking Reykjavík.

Breiðablik sigraði Stjörnuna með tveimur mörkum gegn einu. Alex Þór Hauksson kom Stjörnunni yfir á 28. mínútu með hnitmiðuðu langskoti þar sem Anton Ari í marki Blika kom engum vörnum við. Á 34. mínútu jafnaði Viktor Karl Einarsson metin fyrir Breiðablik. Á 63. mínútu fékk Breiðablik vítaspyrnu. Thomas Mikkelsen fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Eftir leikinn er Breiðablik í þriðja sæti með 26 stig og Stjarnan í því sjötta með 24 stig.

Í Árbænum tók Fylkir á móti Víking. Leiknum lauk með 2-1 sigri Fylkis. Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu fyrir Fylki. Kristall Máni Ingason jafnaði metin á 68. mínútu. Sigurmarkið kom á 77. mínútu þegar Orri Sveinn Stefánsson kom boltanum í netið.

Eftir leikinn eru Fylkismenn í fjórða sæti með 25 stig og Víkingur í því tíunda með 15 stig.

Breiðablik 2 – 1 Stjarnan

0-1 Alex Þór Hauksson (28′)
1-1 Viktor Karl Einarsson (34′)
2-1 Thomas Mikkelsen (63′) (Víti)

Fylkir 2 – 1 Víkingur Reykjavík

1-0 Ásgeir Eyþórsson (27′)
1-1 Kristall Máni Ingason (68′)
2-1 Orri Sveinn Stefánsson (77′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ tekur ákvörðun á morgun

KSÍ tekur ákvörðun á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsta stig Burnley kom í markalausu jafntefli

Fyrsta stig Burnley kom í markalausu jafntefli
433Sport
Í gær

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“
433Sport
Í gær

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í jafntefli

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í jafntefli