fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Skitið í deigið í Garðabæ – „Keppir ekki við íþróttafélag borgarsjóðs í boði Dags B“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 10:18

©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Jónasson fyrrum varnarmaður í Stjörnunni var gestur í Harmageddon á X-977 í gær og fór yfir efstu deild karla. Þessi fyrrum knattspyrnumaður er í dag umsvifamikill í auglýsingabransanum á Íslandi.

Lúðvík er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og lína hans í viðtali við Stöð2 fyrir nokkrum árum. „Kóngur Íslands þarf ekki svoleiðis. Million-dollara andlit,“ er lína sem margir kannast við. Lúðvík var þá spurður hvort hann væri að nota nýja stefnumótasíðu.

Lúðvík var í Garðabæ á mánudag þegar Stjarnan fékk skell á heimavelli, 1-5 tap gegn Val á heimavelli voru mikil vonbrigði fyrir Lúðvík og aðra harða Stjörnumenn. „Þetta var ömurlega lélegt, þetta hefur verið það í síðustu þremur leikjum. Fólk byrjaði að ganga út þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum. Þetta var úrslitaleikur í mótinu fyrir mér, Stjarnan hefði þurft að vinna en skitu í deigið,“ sagði Lúðvík á X977.

Lúðvík vill ekki sjá Guðjón Pétur Lýðsson í byrjunarliði Stjörnunnar. „Ég hefði ekki viljað hafa Guðjón þarna inni, hann er bara með einn gír. Ég held að þurfti að vera algjör breyting í Garðabænum, þetta hefur verið ömurlegt síðustu ár. Sennilega er Stjarnan ekkert betra en þetta, mér finnst liðið ekki í formi.“

Lúðvík sagði að Stjarnan hefði þurft að fara í breytingu á leikmannahópi sínum fyrir nokkru síðan. ,,Fleiri en einn og fleiri en tveir og fleiri en þrír búnir. Eyjólfur Héðinsson er löngu búinn, Guðjón Pétur hefur engan hraða, Gaui Bald er ekki að skila neinu. Halldór Orri byrjaði vel og hefur verið ljós punktur, öll toppliðin eru með alvöru senter sem skora mörk en ekki Stjarnan.“

Valur er með góða stöðu á toppi deildarinnar en á tvo leiki eftir gegn FH sem verður Íslandsmeistari með því að vinna rest. FH er nú átta stigum á eftir Val með leik til góða. ,,Valur er með 8-9 fingur á dollunni, FH er eina liðið sem getur hangið í þeim. Þetta er gerlegt fyrir FH en ekki líklegt.“

Katastrófa í Kópavogi:
Lúðvík eins og hörðum Stjörnumanni sæmir er ekkert sérstaklega vel við granna sína í Breiðablik. Breiðablik fékk skell gegn KR á mánudag. ,,Blikarnir eru bara grín, KR er með krakkana í Breiðablik í vasanum. Það voru allir að dásama Óskar (Hrafn Þorvaldsson) fyrir mót og hann er eflaust ágætis þjálfari en ef við horfum á Gústa (Ágúst Gylfason). Tvö ár í röð í öðru sæti, hvað er Óskar búinn að gera? Út í átta liða úrslitum í bikar og hann endar ekki í öðru sæti í deildinni. Það hlýtur að vera katastrófa fyrir Kópavoginn, lið á Íslandi sem vilja spila fótbolta eins og Víkingur og Breiðablik verða ekki Íslandsmeistari. Það má líka sparka fram.“

Lúðvík segir að fótboltinn sem Breiðablik og svo Víkingur vilja spila sé ekki að ganga á Íslandi ,,Þetta eru vonbrigði hjá Víkingi út í gegn, eiga að vera með reynslumestu hafsentana í deildinni. Það er þráhyggja hjá mörgum þjálfurum að vera bara með plan A, ekkert B eða C. Víkingur eru meiri vonbrigði, Breiðablik er Tottenham okkar Íslendinga, Breiðablik floppar alltaf. Óskar talaði um að hann þyrfti tíma en ég veit ekki betur en að hann og Heimir Guðjónsson hjá Val hafi haft sama tíma, Óskar er enn í erfiðleikum. Besti varnarmaður Óskars byrjaði á bekknum gegn KR, Damir. Það er galið gegn topp klúbbi eins og KR.“

Lúðvík skaut svo á Dr. Football og sérfræðinga hans, hann segir þá meðvirka með Breiðablik. „Hjöbbi og félagar tala lítið um Blikana og þjálfarann þar, þeir setja ekki út á hann frekar en Manchester United. Blikarnir eru gríðarleg vonbrigði, þetta átti að vera aðalþjálfari sumarsins. Það eru úrslit leikja sem skipta máli.“

Kallar eftir breyttum áherslum:
Lúðvík kallar eftir breytingum hjá íslenskum félögum og að þau reyni að búa til rekstur sem er sjálfbær, hann segir erfitt fyrir önnur félög að keppa við Val sökum þess að félagið sé mikið fjárhagslegt forskot. ,,Það er ekkert lið að fara að keppa við íþróttafélag borgarsjóðs í boði Dags B um peninga. Þetta er lang ríkasti klúbburinn, geta keypt alla sem þeir vilja.“

Lúðvík á þar við landið við Hlíðarenda sem verið er að byggja upp af Valsmönnum EHF sem hefur gefið Val vel í kassann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls