fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 14:50

Heimavöllur Gróttu Mynd: Facebook síða Gróttu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag fór fram leikur Gróttu gegn Keflavík í Lengjudeild kvenna og var hann sýndur beint hjá Grótt. Einn þeirra stuðningsmanna sem veitti tæknilega aðstoð lét ummæli falla í garð dómara leiksins sem Grótta harmar. Keflavík vann 3-2 sigur í leiknum sem fram fór síðustu helgi.

„Ertu ekki að dæma? Hvernig er þetta ekki rangstæða? Ertu moron? Ertu með dómarapróf?,“ sagði maðurinn meðal annars í beinni útsendingu þegar Keflavík skoraði. Hann krafðist þess að dæmd yrði rangstaða.

Ummælin vöktu athygli hjá þeim sem fylgdust með en orðræðu mannsins mátti heyrast vel í beinni útsendingu.

„Knattspyrnudeild Gróttu harmar ummælin og biður alla hlutaðeigandi afsökunar á atvikinu. Sérstaklega eru góðir dómarar leiksins beðnir velvirðingar á atvikinu. Háttsemi sem þessi er úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir. Gildir einu við hvaða aðstæður ummælin eru látin falla eða til hverra þau ná. Þau eru í andstöðu við siðareglur Íþróttafélagsins Gróttu og stefnu knattspyrnudeildar. Þá gefa þau heldur ekki rétta mynd af stuðningsfólki Gróttu eða þeim sem koma fram fyrir hönd félagsins, sem eru almennt til fyrirmyndar innan vallar sem utan,“ segir í yfirlýsingu Gróttu.

Þar segir enn fremur. „Rétt er að fram komi að viðkomandi einstaklingur harmar atvikið sömuleiðis og hefur beðið dómara leiksins persónulega afsökunar. Forsvarsmenn Gróttu hafa jafnframt haft samband við dómarann, forsvarsmenn Keflavíkur og framkvæmdastjóra KSÍ og beðist velvirðingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Í gær

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti