fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Er skítamórall í Kópavogi?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 15:00

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag var farið ítarlega yfir leik Breiðabliks og KR í efstu deild karla sem fram fór í gær. Í þriðja skiptið í sumar vann KR góðan sigur á Blikum.

Spjótin eru byrjuð að beinast meira að Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara Breiðabliks. Óskar tók við Blikum síðasta haust þegar Ágúst Gylfason var rekinn úr starfi eftir að hafa endað í öðru sæti tvö ár í röð.

Óskar hefur sterka hugmynd um það hvernig hann vill að liðið sitt spili en Hrafnkell Freyr Ágústsson kallar eftir því að Óskar skoði þá hugmyndafræði sína. ,,Mér finnst Óskar þurfa að líta meira í eigin barm, þessi bolti sem hann vill spila er alltof erfiður fyrir leikmenn á Íslandi. Ég finn ekki marga leikmenn á Íslandi sem mögulega geta spilað þennan fótbolta,“ sagði Hrafnkell Freyr.

Breiðablik situr í fimmta sæti efstu deildar og hefur ekki tekist að vinna eitt af fjórum efstu liðunum í sumar. Liðið á leik við Stjörnuna á fimmtudag sem er sæti ofar en Blikar.

Kristján Óli Sigurðsson sagði að Blikar hefðu ekki átt séns í síðari hálfleik í gær. „Breiðablik í seinni hálfleik var farið að sparka langt, fengu varla eitt færi. Ég held að KR hafi vitað áður en leikurinn byrjaði að þeir væru að fara vinna þá.“

Kristján benti á að Breiðablik hefði í þrígang á síðustu fimm árum verið í öðru sæti og félagið vill meira. ,,Krafan er að gera betur og það er bara eitt sæti, það er mjög langt í að Breiðablik nái gæðum Vals.“

Kristján sagðist svo taka eftir því að mórallinn í herbúðum Blika væri ekki góður. ,,Mér finnst móralinn í Breiðabliks liðinu, þú sérð það á látbragði leikmanna að þeir eru ekki saman í þessu.“

Hrafnkell Freyr sagðist hafa sömu tilfinningu. ,,Mér finnst vanta alla leikgleði, það er tilfinning okkar að móralinn sé ekki góður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu kostuleg viðbrögð Bruno þegar hann fékk tíðindin á frétamannafundi

Sjáðu kostuleg viðbrögð Bruno þegar hann fékk tíðindin á frétamannafundi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti
433Sport
Í gær

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis
433Sport
Í gær

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk