fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Freyr og Margrét um nýja Samgönguráðherrann: „Það er enginn jafn kynþokafullur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 10:50

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var án efa leikur Liverpool og Chelsea. Markalaust var í fyrri hálfleik þrátt fyrir einhverjar tilraunir hjá báðum liðum. Liverpool hélt boltanum aðeins betur í fyrri hálfleiknum en Chelsea náði þó nokkuð góðum tökum á leikin undir lok fyrri hálfleiks. Rétt áður en flautað var til hálfleiks náði þó Sadio Mané að skjótast einn í gegn en var tekinn niður af danska varnarmanninum Andreas Christensen. Dómarinn gaf Christensen gult spjald fyrir brotið en eftir nánari skoðun með VAR-tækninni ákvað hann að gefa honum það rauða.

Í seinni hálfleik náði Sadio Mané að koma Liverpool yfir. Það gerði hann á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino. Fjórum mínútum síðar náði Mané að skora annað mark eftir skelfileg mistök markmanns Chelsea, Kepa Arrizabalaga. Chelsea fékk tækifæri til að minnka muninn á 75. mínútu þegar liðið fékk víti en Jorginho klúðraði vítinu og var lokaniðustaðan 0-2 sigur Liverpool.

Thiago Alcantara kom inn sem varamaður í hálfleik, frumraun hans í enska boltanum og hann kom vel inn í leik Liverpool. Hann sendi 82 sendingar, næst flestar sendingar allra í leiknum. Tómas Þór Þórðarson ritstjóri enska boltans á Símanum ávarpaði Thiago sem Samgönguráðherrann. Það er nýtt viðurnefni á Thiago sem stjórnar öllu á miðsvæðinu.

„Æðislegur, æðislegt að fá þennan leikmann í þessa deild. Í þetta gæðalið, guð hjálpi hinum liðunum þegar hann kemst á skrið og hættir að gefa vítaspyrnur,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir á Símanum í gær.

Freyr Alexandersson var með Margréti í að greina leikinn og hafði ,,Það að senda 82 sendingar á 45 mínútum og lang flestir fram á við, hann er að reyna sendingar sem misheppnast sem er bara vegna þess að samherjar hans eiga eftir að átta sig  á því að hann getur sent sendingar sem aðrir geta ekki. það er enginn knattspyrnumaður í heiminum jafn kynþokkafullur með boltann og Thiago,“ sagði Freyr um Thiago en umræðuna má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA