fbpx
Mánudagur 26.október 2020
433Sport

Pepsi Max-deildin: Jafntefli í Grafarvoginum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur fór fram í Pepsi Max-deild karla í dag en það var leikur Fjölnis og KA í Grafarvoginum.

Fjölnir er eina liðið í deildinni sem hefur ekki ennþá sigrað leik á tímabilinu. Fjölnismenn vonuðust eflaust eftir sigri gegn KA-mönnum í dag þar sem Akureyringarnir eru frekar nálægt þeim í töflunni. Þær vonir efldust þegar rúmlega hálftími var liðinn af leiknum en þá fékk Fjölnir víti eftir að Mikkel Qvist, leikmaður KA, braut af sér í teignum. Qwist fékk beintt rautt spjald og léku KA-menn því einum færri það sem eftir var af leiknum. Jon Strom fór á punktinn, skoraði og kom Fjölni yfir. KA-menn náðu ekki að svara í fyrri hálfleik og var staðan því 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik.

Í seinni hálfleik náði KA-maðurinn Ásgeir Sigurgeirsson að jafna metin fyrir Akureyringana en það gerði hann á 76. mínútu eftir stoðsendingu frá Hrannari Birni Steingrímssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og endaði hann því með 1-1 jafntefli. Fjölnir náðu því ekki að kreista fram fyrsta sigur tímabilsins í þessum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sendi sárþjáðum vini sínum kveðju og fékk misjöfn viðbrögð – „Hvenær er jarðarförin?“

Sendi sárþjáðum vini sínum kveðju og fékk misjöfn viðbrögð – „Hvenær er jarðarförin?“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stór dagur í Svíþjóð fyrir íslenska landsliðið á morgun

Stór dagur í Svíþjóð fyrir íslenska landsliðið á morgun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Legghlífar Vardy og það sem stendur á þeim vakti mikla athygli

Legghlífar Vardy og það sem stendur á þeim vakti mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pogba sagður hættur í landsliðinu eftir ummæli forsetans um Islam

Pogba sagður hættur í landsliðinu eftir ummæli forsetans um Islam
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í sigri

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í sigri
433Sport
Í gær

Viðar Örn og Valdimar skoruðu í Noregi

Viðar Örn og Valdimar skoruðu í Noregi
433Sport
Í gær

Arnór Ingvi spilaði í öruggum sigri

Arnór Ingvi spilaði í öruggum sigri
433Sport
Í gær

Vináttuleik á milli Englands og Þýskalands aflýst vegna Covid-19 smits

Vináttuleik á milli Englands og Þýskalands aflýst vegna Covid-19 smits
433Sport
Í gær

Gylfi bar fyrirliðabandið í fyrsta tapi Everton

Gylfi bar fyrirliðabandið í fyrsta tapi Everton