fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 13:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton unnu leik sinn gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þrátt fyrir að Grady Diangana hafi komið WBA snemma yfir í leiknum þá hafði það lítil áhrif á Everton. Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin þegar um hálftími var liðinn af leiknum. James Rodriguez kom Everton síðan yfir skömmu fyrir hálfleik. Þá fékk Kieran Gibbs, leikmaður WBA, rautt spjald en þrátt fyrir það náði Matheus Pereira að jafna metin fyrir WBA snemma í seinni hálfleik með fallegu marki beint úr aukaspyrnu.

Það leið þó ekki langur tími þangað til Michael Keane kom Everton aftur yfir. Calvert-Lewin skoraði síðan annað mark sitt og kom Everton tveimur mörkum yfir. Calvert-Lewin var þó ekki hættur og bætti við sínu þriðja marki 66. mínútu, rétt eftir að Gylfi Þór kom inn á fyrir Abdoulaye Doucouré.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því með góðum 5-2 sigri Everton.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu