fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Aftur engir áhorfendur á Íslandi – „Bakslag að smitin hafi gosið svona upp“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að allir leikir í öllum flokkum og aðrir viðburðir á vegum KSÍ muni fara fram án áhorfenda. Er þetta gert að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir en afskaplega mikill fjöldi nýrra smita greindist í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu sambandsins.

„Þetta endurspeglir bara þá stöðu sem við erum í í samfélaginu,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ í samtali við DV. „Það er auðvitað bakslag að smitin hafi gosið svona upp og segja má að við séum að berjast við vírusinn aftur fyrst að seinni bylgjan er komin svona mikið af stað. Við verðum bara að takast á við það saman og kveða þetta í kútinn.“

Eins og áður segir er þetta gert eftir beiðni frá Almannavörnum og segir Guðni að sambandið hafi auðvitað samþykkt að gangast við því. „Við vorum auðvitað tilbúin að gera það. Það er mikilvægt að hjálpast að í þessu og við gerum það sem við getum til að hjálpa,“ segir Guðni.

Í tilkynningu KSÍ segir að þessi ákvörðun nái til leikja sem hefjast eftir kl. 14:00 í dag, laugardaginn 19. september, áhorfendur eru því leyfðir á leikjum sem hefjast kl. 14:00.  „Staðan verður endurmetin á mánudagsmorgunn í samráði við yfirvöld og framhaldið ákveðið og tilkynnt eins fljótt og mögulegt verður,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Axel Óskar byrjaði í tapi – Samúel kom inn á

Axel Óskar byrjaði í tapi – Samúel kom inn á
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kimmich tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni

Kimmich tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir orrustunni í Svíþjóð – „Hvað er að gerast?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir orrustunni í Svíþjóð – „Hvað er að gerast?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bænin hjálpaði honum í endurhæfingunni

Bænin hjálpaði honum í endurhæfingunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands: Sara Björk bætir leikjamet Katrínar Jóns

Byrjunarlið Íslands: Sara Björk bætir leikjamet Katrínar Jóns
433Sport
Í gær

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Í gær

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Son tryggði Tottenham sigur gegn Burnley

Son tryggði Tottenham sigur gegn Burnley
433Sport
Í gær

Tvö mörk frá Zlatan dugðu ekki til sigurs gegn Roma

Tvö mörk frá Zlatan dugðu ekki til sigurs gegn Roma