fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Aftur engir áhorfendur á Íslandi – „Bakslag að smitin hafi gosið svona upp“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að allir leikir í öllum flokkum og aðrir viðburðir á vegum KSÍ muni fara fram án áhorfenda. Er þetta gert að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir en afskaplega mikill fjöldi nýrra smita greindist í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu sambandsins.

„Þetta endurspeglir bara þá stöðu sem við erum í í samfélaginu,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ í samtali við DV. „Það er auðvitað bakslag að smitin hafi gosið svona upp og segja má að við séum að berjast við vírusinn aftur fyrst að seinni bylgjan er komin svona mikið af stað. Við verðum bara að takast á við það saman og kveða þetta í kútinn.“

Eins og áður segir er þetta gert eftir beiðni frá Almannavörnum og segir Guðni að sambandið hafi auðvitað samþykkt að gangast við því. „Við vorum auðvitað tilbúin að gera það. Það er mikilvægt að hjálpast að í þessu og við gerum það sem við getum til að hjálpa,“ segir Guðni.

Í tilkynningu KSÍ segir að þessi ákvörðun nái til leikja sem hefjast eftir kl. 14:00 í dag, laugardaginn 19. september, áhorfendur eru því leyfðir á leikjum sem hefjast kl. 14:00.  „Staðan verður endurmetin á mánudagsmorgunn í samráði við yfirvöld og framhaldið ákveðið og tilkynnt eins fljótt og mögulegt verður,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði