fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 18. september 2020 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur var á dagskrá í þriðju deild karla í dag. Reynir Sandgerði tók á móti Tindastól. Áhorfendur fengu markaveislu fyrir peninginn. Leiknum lauk með 5-5 jafntefli.

Í hálfleik var staðan jöfn 2-2 eftir mörk frá þeim Sewa Bockarie Marah og Konráð Frey Sigurðssyni hjá Tindastól og þeim Elton Renato Livramento Barros og Magnúsi Sverri Þorsteinssyni hjá Reyni Sandgerði.

Í síðari hálfleik komst Reynir tveimur mörkum yfir með mörkum frá þeim Elton Renato Livramento Barros og Guðmundi Gísla Gunnarssyni. Þá var komið að Tindastól. Þeir Luke Morgan Conrad Rae og Arnar Ólafsson skoruðu næstu tvö mörk leiksins fyrir Tindastól. Allt stefndi í 4-4 jafntefli.

Á 89. mínútu skoraði Arnór Guðjónsson mark og virtist vera að stela sigrinum fyrir Tindastól. Á 90. mínútu jafnaði Reynir með marki frá Herði Sveinssyni. Tíu marka jafntefli niðurstaðan í Sandgerði.

Reynir S. 5 – 5 Tindastóll

0-1 Sewa Bockarie Marah (12′)
0-2 Konráð Freyr Sigurðsson (16′)
1-2 Elton Renato Livramento Barros (24′)
2-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (39′)
3-2 Elton Renato Livramento Barros (49′)
4-2 Guðmundur Gísli Gunnarsson (54′)
4-3 Luke Morgan Conrad Rae (61′)
4-4 Arnar Ólafsson (68′)
4-5 Arnór Guðjónsson (89′)
5-5 Hörður Sveinsson (90′)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA