fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Breka ofbauð þegar hann fór með dóttur sína á Akranes í gær: „Er til háborinnar skammar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. september 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaðurinn fyrrverandi, Breki Logason gerði sér ferð á Akranes í gær til að sjá sína menn í Val heimsækja Skagamenn í efstu deild karla. Breki er harður stuðningsmaður Vals og sést á allflestum leikjum.

Með Breka í för var dóttir hans en feðginin horfðu á Val vinna sinn áttunda sigur í röð í deildinni en það var ekki það sem stóð upp úr í ferðinni.

,,Fór með dóttur mína uppá Skaga að horfa á Valsmenn spila við ÍA. Tókum sérstaklega eftir því hvað krakkarnir ÍA-megin voru dónalegir. Gera lítið úr andstæðingum og setja puttannn á loft. Eftir að hafa setið fyrir aftan ÍA bekkinn skil ég þetta betur,“ skrifar Breki á Twitter í gær.

Hann segir að Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA og aðrir á varamannabekk Skagans hafi hagað sér illa. ,,Hvernig þjálfari ÍA og aðrir á bekknum haga sér er til háborinnar skammar. Eitt er að sýna passion og hvetja lið sitt áfram – þetta er bara dónaskapur og þeim öllum til minnkunar.“

Breki minnir Skagamenn á það að fullorðnir þáttakendur leiksins séu fyrirmyndir fyrir börn sem koma og horfa á. „Það eru börn að fylgjast með og þetta eru fyrirmyndir. Standard takk.“

Valur vann 4-2 sigur og er forskot liðsins á toppi deildarinnar nú átta stig þegar liðið á átta leiki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA