fbpx
Föstudagur 25.september 2020
433Sport

Arsenal búið að selja manninn sem Rúnar Alex tekur við af

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er búið að selja Emiliano Martinez markvörð sinn til Aston Villa. Arsenal mun kaupa Rúnar Alex Rúnarsson til að fylla hans skarð.

Martinez er 28 ára gamall markvörður frá Argentínu sem spilaði stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Arsenal veðjar hins vegar á Bernd Leno og sökum þess vildi Martinez fara.

Martinez hefur verið í herbúðum Arsenal í tíu ár en hann var í sex skipti lánaður burt frá félaginu. Villa borgar 20 milljónir punda fyrir hann.

Arsenal mun svo kaupa Rúnar Alex á 1,5 milljón punda en íslenski markvörðurinn mun skrifa undir fimm ára samning. Ensk blöð telja að Rúnar Alex gæti þreytt frumraun sína með Arsenal strax í næstu viku þegar Arsenal mætir Leicester í enska deildarbikarnum. Algengt er að varamarkvörður og menn sem spila minna byrji leiki í deildarbikarnum.

Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur
433Sport
Í gær

Smit á æfingu hjá KSÍ um liðna helgi – Fjöldi fer í sóttkví

Smit á æfingu hjá KSÍ um liðna helgi – Fjöldi fer í sóttkví
433Sport
Í gær

Karólína Lea setti þetta markmið niður á blað fyrir ári – Draumurinn rættist á dögunum

Karólína Lea setti þetta markmið niður á blað fyrir ári – Draumurinn rættist á dögunum