fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
433Sport

Guðmann var skammaður eins og smákrakki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 10:26

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmann Þórisson hefur verið eins og kóngur í ríki sínu í hjarta varnarinnar hjá FH síðustu vikur. Þessi öflugi miðvörður virðist vera að finna sitt gamla form.

Síðustu ára hafa reynst Guðmanni erfið, meiðsli hafa sett strik í reikning hans en í sumar hefur hann að mestu verið heill heilsu. Umræða um Guðmann spratt upp á Stöð2 Sport í gær.

„Hann fékk skammt af gagnrýni um daginn þegar hann lét reka sig út af eins og smákrakki uppi í Grafarvogi. En síðan þá, og ég veit að hann var skammaður eins og smákrakki í kjölfarið, hefur hann litið miklu betur út,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni í gær.

Guðmann fékk að líta rauða spjaldið seint í leiknum og virðist hafa verið tekinn á teppið vegna þess. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur þáttarins telur sig vita af hverju Guðmann er í sínu besta formi.

„Svo er hann á samningsári. Hann er laus eftir árið. Ég gæti verið í allt kvöld að tala um leikmenn sem eiga gott ár þegar þeir eru að vera samningslausir. Ég held að Guðmann sé gott dæmi um það. Hann er að ýta FH-ingum í að semja við sig,“ sagði Hjörvar á Stöð2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hazard og aðrar stjörnur mæta til Reykjavíkur

Hazard og aðrar stjörnur mæta til Reykjavíkur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sancho setur pressu á að komast til United – Skoða að gera nýtt og betra tilboð

Sancho setur pressu á að komast til United – Skoða að gera nýtt og betra tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sindri brjálaðist eftir „draugamarkið“ í Keflavík og reyndi að kasta boltanum í dómarann

Sindri brjálaðist eftir „draugamarkið“ í Keflavík og reyndi að kasta boltanum í dómarann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Umboðsmaður Van de Beek ósáttur með stöðu hans hjá United

Umboðsmaður Van de Beek ósáttur með stöðu hans hjá United