fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
433Sport

Fór frá Liverpool til þess að vinna titla

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fernando Torres, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur nú sagt frá því af hverju hann ákvað að yfirgefa félagið á sínum tíma og ganga til liðs við Chelsea.

Aðalástæðan fyrir félagsskiptunum hafi verið sú að hann vildi vinna titla. Hann taldi tímann til þess að bæta við titlum í safnið vera af skornum skammti. Einnig hafi hann verið ósáttur við lygar þáverandi eigenda félagsins, sem var á þeim tíma í söluferli.

,,Liverpool seldi sína bestu leikmenn á þessum tíma. Javier Mascherano fór, Xabi Alonso fór. Síðan fór Rafa Benitez og áhersla var lögð á að fá inn yngri leikmenn. Ég leit á það þannig að þeir þyrftu 5-7 ár til þess að búa til vinningslið. Ég hafði ekki þann tíma,“ sagði Torres í viðtali við TalkSport.

Torres var keyptur til Chelsea í janúar árið 2011, kaupverðið var 50 milljónir punda. Miklar væntingar voru gerðar til Torres. Hjá Chelsea vann hann titla en náði ekki sýna sínar bestu hliðar eins og knattspyrnu aðdáendur sáu hann gera hjá Liverpool. Hann segist þó ekki sjá eftir þessum félagsskiptum.

,,Ég átti mjög góða spretti innan vallar en mig skorti stöðugleika. Ef þú getur ekki sýnt fram á stöðugleika hjá svona stóru félagi eins og Chelsea þá kemur einhver og tekur þína stöðu,“ sagði Torres.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hazard og aðrar stjörnur mæta til Reykjavíkur

Hazard og aðrar stjörnur mæta til Reykjavíkur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sancho setur pressu á að komast til United – Skoða að gera nýtt og betra tilboð

Sancho setur pressu á að komast til United – Skoða að gera nýtt og betra tilboð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sindri brjálaðist eftir „draugamarkið“ í Keflavík og reyndi að kasta boltanum í dómarann

Sindri brjálaðist eftir „draugamarkið“ í Keflavík og reyndi að kasta boltanum í dómarann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaður Van de Beek ósáttur með stöðu hans hjá United

Umboðsmaður Van de Beek ósáttur með stöðu hans hjá United