fbpx
Mánudagur 28.september 2020
433Sport

Segir Viðar hafa rotað Hamren og Frey í gær – „Hvaða grín er þetta?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. september 2020 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson gekk nýverið til liðs við norska liðið Vålerenga. Hann spilaði með liðinu gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær.

Vålerenga byrjaði mjög vel og komst yfir eftir einungis 5 mínútur. Skömmu síðar náði þó Brann að jafna metin en þá tók Viðar Örn málin í sínar eigin hendur. Á 14. mínútu kom hann Vålerenga aftur yfir og á 16. mínútu skoraði hann sitt annað mark. 6 mínútum síðar skoraði hann sitt þriðja mark og kom Vålerenga um leið í þriggja marka forystu. Viðar náði því að skora þrennu á 9 mínútum sem er afskaplega vel af sér vikið. Leikurinn endaði með 5-1 sigri Vålerenga en Osame Sahroui skoraði síðasta mark liðsins.

Frammistaða Viðars var til umræðu í Dr. Football í dag og þar vakti það furðu þeirra félaga að Viðar hefði ekki verið í síðasta landsliðshópi Erik Hamren og Freys Alexanderssonar. Viðar var ekki í 25 manna hópi sem mætti Englandi og Belgíu.

„Það vantaði allt liðið, Viðar var ekki valinn í hópinn af því að hann var ekki með lið. Það var alveg vitað að hann væri að fara í lið, þeir eru bara eitthvað á móti Viðari Erni. Þvílíkt rothögg á þjálfarana þessi spilamennska um helgina. Hvaða grín er þetta?,“ sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur í Dr. Football.

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur þáttarins þjálfaði Viðar í 2 flokki á Selfossi. ,,Minn gamli lærisveinn verður að vera þarna, það er gaman að vinna með svona strák. Þegar metnaður mætir metnaði, þá er útkoman ánægjuleg.“

Mikael Nikulásson spyr sig hvort íslenska landsliðinu vanti ekki mörk? ,,Það eru allir sammála nema þessir tveir um að þetta sé þvæla, þurfum við ekki alltaf mörk?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“
433Sport
Í gær

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK
433Sport
Í gær

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“
433Sport
Í gær

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni