fbpx
Mánudagur 28.september 2020
433Sport

Allt að vera klappað og klárt fyrir ótrúleg skipti Rúnars – Kaupverðið vel yfir 200 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. september 2020 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmarkmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, sem er á mála hjá liðinu Dijon í efstu deild Frakklands, er að öllum líkindum að semja við stórliðið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Samvkæmt heimildum 433.is er málið langt komið og má búast við því að Rúnar Alex Rúnarsson skrifi undir hjá Arsenal á næstu dögum. Hjörvar Hafliðason, Dr. Football hefur sömu sögu að segja.

„Best að henda í exclusive á leikmenn. En núna í kvöld fékk ég þær fréttir að Rúnar Alex sé genginn til liðs við Arsenal. Hann á hins vegar eftir að klára læknisskoðun. Kaupverðið er samkvæmt mínum manni 5-10% af því sem Aston Villa borgar fyrir Emi Martinez,“ skrifaði Hjörvar á Facebook síðu sína í gær.

Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.

Ástæða þess að Arsenal er að eltast við Rúnar er að hann hefur verið þjálfaður af markmannsþjálfaranum Inaki Cana í Danmörku en Cana er í dag markmannsþjálfari Arsenal. „Lítur út fyrir að Cana þekki hann mjög vel og að hann hafi mælt með honum við þjálfara Arsenal, Mikel Arteta,“

Ljóst er að þetta væru ein af stærri félagaskiptum sem Íslendingur hefur fengið en Arsenal seldi Emiliano Martinez til Arsenal í gær og verður Rúnar Alex því annar kostur í mark Arsenal á eftir Bernd Leno. Ensk blöð segja að Arsenal muni borga Dijon um 250 milljónir íslenskra króna.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Nær Thiago að tjasla sér saman?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Nær Thiago að tjasla sér saman?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Skuldlausir Skagamenn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enginn nýr samningur á borði Guðmanns frá FH – Skoðar aðra kosti

Enginn nýr samningur á borði Guðmanns frá FH – Skoðar aðra kosti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sigur í fyrsta leik Koeman – Messi bar fyrirliðabandið

Sigur í fyrsta leik Koeman – Messi bar fyrirliðabandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Icardi tryggði PSG sigur
433Sport
Í gær

Ingibjörg skoraði í stórsigri

Ingibjörg skoraði í stórsigri
433Sport
Í gær

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í tapi – Arnór kom við sögu

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í tapi – Arnór kom við sögu
433Sport
Í gær

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni
433Sport
Í gær

Suárez byrjar vel með Atlético Madrid

Suárez byrjar vel með Atlético Madrid