fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deild karla: HK og Valur sigruðu sína leiki

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 13. september 2020 21:57

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK tók á móti ÍA og Víkingur R. mætti á Hlíðarenda og spilaði við Val í Pepsi Max-deild karla í dag.

Ásgeir Marteinsson kom HK yfir á 23. mínútu og fjórum mínútum síðar náði Ólafur Örn Eyjólfsson að skora annað mark fyrir Kópavogsliðið. Lars Marcus Johansson náði að minnka muninn skömmu síðar og fjórum mínútum eftir það náði Stefán Teitur Þórðarson að jafna metin fyrir Skagamenn. Liðin voru jöfn í hálfleik en í þeim seinni náði Jón Arnar Barðdal að koma HK aftur yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því með 3-2 sigri HK-manna.

Á Hlíðarenda var markalaust í hálfleik en á 53. mínútu náði Aron Bjarnason að koma Valsmönnum yfir. Staðan hélst 1-0 fyrir heimamönnum allt fram á síðustu mínúturnar en þá náði Sigurður Egill Lárusson að tryggja sigur Valsara með marki eftir stoðsendingu frá Kaj Leo Bartalsstovu. Lokaniðurstaðan því 2-0 fyrir Val sem situr á toppi deildarinnar með 31 stig, 7 stigum meira en Stjarnan sem er í öðru sæti en Stjarnan á þó einn leik til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Í gær

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið