fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Tómas Ingi skilur ekki á hvaða vegferð Hamren er: „Er þetta ekki orðið fínt?“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir lykilmenn Íslands mæta ekki til leiks þegar liðið mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson mæta ekki til leiks. Ástæður þeirra eru misjafnar en Jóhann Berg og Alfreð hafa verið meiðslum hrjáðir síðustu ár. Þá er Ragnar Sigurðsson meiddur þessa stundina.

Liðið leikur gegn Englandi á laugardag en það verður hausverkur fyrir Erik Hamren þjálfara liðsins að velja byrjunarlið sitt.

Tómas Ingi Tómasson sérfræðingur hjá Stöð2 Sport skilur ekki nokkra hluti í vali Hamren. Eitt af því sem Tómas Ingi áttar sig ekki á er sú staðreynd að Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson séu valdir í hópinn, báðir eru án félags.

„Það er flott að aðrir fái tækifæri. Þetta eru akkúrat leikirnir sem á að prufa menn í. Það er flott að þessir fái frí og mæti ferskir í leikinn sem skiptir máli fyrir okkur. En það hefði verið gaman að sjá menn í staðinn fyrir þá sem eru félagslausir. Það að vera félagslaus og valinn í landslið, aftur og aftur er þetta ekki orðið fínt?“ sagði Tómas Ingi á Stöð2 Sport í gær.

Tómas Ingi skilur ekki hvers vegna efnilegasti leikmaður Íslands i dag, Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í hópnum en hann er í U21 árs landsliðinu.

„Bæði Emil og Jón Guðni eru flottir spilarar en hefði ekki mátt velja þennan,“ sagði Tómas Ingi en Vísir.is fjallar ítarlega um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Í gær

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Í gær

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls