fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Viðar Örn minnist Einars – „Maðurinn sem gerði mig að manni“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 8. ágúst 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Jónsson, fyrrum leikmaður og þjálfari Selfoss í knattspyrnu, er látinn. Knattspyrnudeild félagsins greindi frá andlátinu í gær í færslu á Facebook-síðu sinni. Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson minnist Einars í dag.

Viðar Örn steig sín fyrstu skref í knattspyrnunni hjá Selfossi en þá var Einar að þjálfa liðið. Viðar segir að Einar sé maðurinn sem fékk hann upp í Meistaraflokk. „Maðurinn sem gerði mig að manni,“ segir Viðar um Einar. „Kenndi mér svo margt. Frábær persóna og frábær þjálfari. Sakna þess að taka spjallið við þig um lífið og tilveruna. Sjáumst seinna Coach“

„Knatt­spyrnu­deild Ung­menna­fé­lags Sel­foss kveður í dag einn af sín­um sterk­ustu fé­lags­mönn­um. Ein­ar Jóns­son var leikmaður Sel­foss um langt ára­bil, fyr­irliði, þjálf­ari, stjórn­ar­maður og leiðtogi inn­an vall­ar sem utan,“ segir í færslunni sem knattspyrnudeild Selfoss setti á Facebook í gær.

„Ein­ar vann mjög óeig­ingjarnt starf fyr­ir Sel­foss. Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð fyr­ir störf hans, bæði sem leik­manns og fé­lags­manns. Við kveðjum þenn­an öfl­uga liðsmann okk­ar með auðmýkt og djúpu þakk­læti. Sam­fé­lagið okk­ar á Sel­fossi hef­ur misst mikið en mest­ur er þó miss­ir fjölskyldunn­ar. Við send­um börn­um hans, öll­um ætt­ingj­um og vin­um, okk­ar ein­læg­ustu samúðarkveðjur. Megi þau öðlast styrk til að tak­ast á við sorg sína. Blessuð sé minn­ing okk­ar góða fé­laga, Ein­ars. Jóns­son­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Í gær

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið
433Sport
Í gær

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
433Sport
Í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum
433Sport
Í gær

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni
433Sport
Í gær

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“