fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Jónsson, fyrrum leikmaður og þjálfari Selfoss í knattspyrnu, er látinn. Knattspyrnudeild félagsins greinir frá andlátinu í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Knatt­spyrnu­deild Ung­menna­fé­lags Sel­foss kveður í dag einn af sín­um sterk­ustu fé­lags­mönn­um. Ein­ar Jóns­son var leikmaður Sel­foss um langt ára­bil, fyr­irliði, þjálf­ari, stjórn­ar­maður og leiðtogi inn­an vall­ar sem utan,“ segir í færslunni. „Fer­ill Ein­ars sem knatt­spyrnumaður á Sel­fossi var glæsi­leg­ur. Hann er leikja­hæsti leikmaður Sel­foss frá upp­hafi með 386 leiki en fer­ill Ein­ars sem leikmaður hófst árið 1974 og spilaði hann sinn síðasta leik fyr­ir Sel­foss árið 1994.“

Einar var einnig þjálfari liðsins um tíma en hann stýrði meist­ara­flokki karla fyrst árið 1992 til bráðabirgða en síðan frá 1995 til 1997 og aft­ur frá miðju sumri 1998 út tíma­bilið 1999. Ein­ar tók svo í þriðja sinn við liðinu árið 2006 og stýrði fram á mitt sum­ar 2007. Hann var einnig þjálf­ari meist­ara­flokks kvenna árið 1998, auk þess að hafa þjálfað fjölda yngri flokka. Ein­ar sat í stjórn knattspyrnu­deild­ar­inn­ar sem meðstjórn­andi frá 1993 til 1996.

„Ein­ar sagði sjálf­ur í viðtali árið 2005 að hans mark­mið sem ung­ur dreng­ur hefði verið að spila með meist­ara­flokki Sel­foss. Hann var and­lit fé­lags­ins út á við, dríf­andi í starf­inu og mik­ill leiðtogi. Á erfiðum tím­um í rekstri fé­lags­ins stóð hann í stafni með leik­mönn­um og lagði allt í söl­urn­ar fyr­ir fé­lagið, steypti gang­stétt­ir um bæ­inn, hellu­lagði stíga við Geysi og teiknaði og byggði fyrstu áhorf­enda­stúk­una við völl­inn árið 1993, sem oft hef­ur verið nefnd Ein­ars­stúka, auk þess að miðla af reynslu sinni til allra og gefa góð ráð.“

„Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar var valinn afreksmaður knattspyrnudeildar Selfoss árið 1980 og voru þá skrifuð orð sem eru sögð lýsa honum jafn vel 40 árum síðar. „Ein­ar Jóns­son var val­inn af­reksmaður deild­ar­inn­ar, fyrir framúrsk­ar­andi dugnað. Árang­ur liðsins má þakka hon­um meðal ann­ars þar sem hann var driffjöður liðsins, ávallt hvetj­andi sína menn til dáða. Ein­ar er ekki aðeins góður íþróttamaður held­ur einnig af­bragðs fé­lags­mála­maður, hef­ur starfað mikið að ung­linga­mál­um deild­ar­inn­ar, þjálfað og verið virk­ur í starfi. Hann hef­ur ávallt verið í röð fremstu knatt­spyrnu­manna á Sel­fossi,“ segir í umfjöllun um Einar sem skrifuð var árið 1980.

„Ein­ar vann mjög óeig­ingjarnt starf fyr­ir Sel­foss. Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð fyr­ir störf hans, bæði sem leik­manns og fé­lags­manns,“ segir knattspyrnudeildin í tilkynningunni. „Við kveðjum þenn­an öfl­uga liðsmann okk­ar með auðmýkt og djúpu þakk­læti. Sam­fé­lagið okk­ar á Sel­fossi hef­ur misst mikið en mest­ur er þó miss­ir fjöl­skyld­unn­ar. Við send­um börn­um hans, öll­um ætt­ingj­um og vin­um, okk­ar ein­læg­ustu samúðarkveðjur. Megi þau öðlast styrk til að tak­ast á við sorg sína. Blessuð sé minn­ing okk­ar góða fé­laga, Ein­ars.“ Jóns­son­ar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Í gær

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United