fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
433Sport

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekkert launungarmál að við höfum rætt við Ólaf Karl Finnsen og hann vill koma í FH en Valur vill ekki hleypa honum til okkar,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, í hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf í dag.

„Fyrst vorum við ekki á bannlista því við vorum svo neðarlega,“ segir Logi um ástæðuna fyrir þessu. „Mér skilst að Valur vilji ekki setja hann í sína helstu samkeppnisaðila, Breiðablik, KR, Stjarnan og eitthvað svoleiðis. Svo var FH sett á bannlistann líka.“ Logi segir að það hafi verið einhverjar viðræður milli FH og Vals varðandi málið en engar lausnir hafa komið út úr þvíþ

„Ég held að það hafi verið þannig að þeir hafi verið tilbúnir að lána eða láta hann fara í eitthvað lið sem er í neðri hluta deildarinnar. Ég veit það þó ekki en þeir vilja allavega ekki gera það nema fyrir einhverjar peningasummur sem eru ekki til.“

„Það er ein stór spurning“

Logi gagnrýnir þá það að Valur sé að koma í veg fyrir að hann fari eftir að hafa sagt að hann megi fara. „Ef að það er búið að segja það við hann að hann megi fara þá er það bara eðli málsins samkvæmt að lið stýri því ekki hvert viðkomandi fer,“ sagði Logi. „Þetta væri öðruvísi ef Ólafur ætti kannski tvö ár eftir af samningnum og þeir myndu vilja fá hann til að komast í betri leikæfingu.“

Ólafur á ekki mikið eftir af samning sínum en samningurinn rennur út þann 16. október næstkomandi. Logi veltir því fyrir sér hvað gerist þann 16. október því fleiri leikmenn eiga samninga sem renna út þann dag. „Það er ein stór spurning hvað gerist þegar margir verða samningslausir 16. október þegar mótið er ennþá í gangi.“

„Hann er sá leikmaður á Íslandi sem er með þennan Cristiano Ronaldo kropp“

Þáttastjórnendur FantasyGandalf spurðu Loga hvað það væri við Loga sem heillaði hann. „Það er gríðarlega margt,“ sagði Logi við því og nefndi til að mynda að Ólafur væri „sérstakur náungi“ og að hann hleypi gleði í hópinn.

„Fyrst og fremst það sem heillar mig er bara hvers konar leikmaður hann er. Árið 2014 er hann úti á kanti eða inni á miðjunni og gerir Stjörnuna að meisturum. Svo fer hann í val og Ólafur Jóhannesson er kominn með gary martin og þá. Svo þegar allt þrýtur fer Ólafur inn á völlinn og er mep 5 mörk og 5 stoðsendingar á stuttum tíma. Hann er náttúrulega bara afburða fótboltamaður í rosalega góðu formi. Hann er sá leikmaður á Íslandi sem er með þennan Cristiano Ronaldo kropp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þór/KA vann FH í fallbaráttuslag

Þór/KA vann FH í fallbaráttuslag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Grindavík sigraði Magna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toppliðin unnu sína leiki í Lengjudeildinni – ÍBV vann loksins leik

Toppliðin unnu sína leiki í Lengjudeildinni – ÍBV vann loksins leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United
433Sport
Í gær

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“
433Sport
Í gær

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Í gær

FH staðfestir kaup á Matta Vill

FH staðfestir kaup á Matta Vill
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu