fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Heiðar segir þetta sé ástæðan fyrir ástandinu – „Unga fólkið er í sleik inni á háværum skemmtistöðum“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 17:36

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson, þáttastjórnendur útvarpsþáttarins Elds og breinnisteins, töluðu um það hverjum seinni bylgja kórónuveirunnar væri að kenna.

Umræðan hefst með því að Snæbjörn spyr hvort það eigi að loka landinu aftur vegna COVID-19. „Ég vil bara loka börum og skemmtistöðum,“ segir Heiðar þá. Hann segir ástæðuna fyrir því vera sú að þar er fólk fullt og óábyrgt.

Heiðar tekur dæmi um ástandið í Bandaríkjunum en þar hefur kórónuveiran verið hvað skæðust. „Hvað er að gerast í Ameríku? Það eru þessi fullu ungmenni, þau eru alls staðar. Það eru allir að tala um þetta, loka þessum börum,“ segir hann.

„Unga fólkið, það er í sleik og það er inni á háværum skemmtistöðum að reyna að tala saman upp í eyrun og munninn á hvort öðru og eru frussandi á hvort annað. Þetta er þeim að kenna, djömmurunum er um að kenna.“

Snæbjörn segist draga það í efa að það sé gott að loka börum. „Ég held að mögulega dragi það bara úr klamydíusmitum og COVID-smitum að hafa barina opna,“ segir hann og bendir á að aukning var á kynsjúkdómum í fyrri bylgju faraldursins í vor.

Djammið eða boltinn?

„Það sem ég er að spá í er það hvort það séu ekki barirnir sem eru vandamálið, heldur íþróttamótin,“ segir Snæbjörn síðan. „Út af því að öll smitin eru eiginlega að koma frá íþróttafólki. Önnur bylgjan byrjaði þegar ung fótboltakona kom til landsins og smitaði alla í liðinu sínu og smitaði í útskriftaveislunni.“

Heiðar bendir honum á að það hafi reyndar enginn smitast vegna stelpunnar í gegnum fótbolta. Ekkert smit kom upp í liðinu hennar og heldur ekki hjá andstæðingunum.

„Fyllibytturnar halda sér bara heima eða fara á barinn“

„Þetta íþróttafólk er að fara í svo mikið af útskriftarveislum og svona,“ segir Snæbjörn næst og heldur áfram. „Þetta er svo mikið afreksfólk að það er alltaf að óska öðrum til hamingju með eitthvað og mæta á eitthvað. Fyllibytturnar halda sér bara heima eða fara á barinn, þau eru ekkert að dreifa sínum sýklum út um allt. En íþróttafólk fer allan hringinnn, það fer á Akureyri, það fer til Vestmannaeyja, það fer alls staðar út um allt.“

Sigurbjörn nefnir einnig að það hafi verið smit á ReyCup. Heiðar bendir honum á að það hafi bara eitt smit verið á ReyCup. „Þessi stelpa sem kom frá Bandaríkjunum, hún smitaði fólk á fylleríi. Hún smitaði ekki fólk á fótboltaæfingu, hún smitaði ekki fólk þegar hún var að spila fótbolta,“ segir Heiðar. „Það smitaðist enginn.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbiður United um að leyfa sér að fara

Grátbiður United um að leyfa sér að fara
433Sport
Í gær

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Ísaks svarar sögusögnum – „Fake news“

Umboðsmaður Ísaks svarar sögusögnum – „Fake news“
433Sport
Í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær