fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 13:38

Sonný Lára Þráinsdóttir hefur haldið hreinu í sumar. Mynd Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Breiðabliks stendur öðrum liðum í þremur efstu deildum á Íslandi framar er kemur að varnarleik. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í efstu deild kvenna í sumar. Þær hafa jafnframt skorað 28 mörk. Kvennalið HK, sem spilar í 2. deild, hefur skorað 32 mörk, flest allra liða í þremur efstu deildunum á Íslandi, og fengið á sig eitt.

Sonný Lára Þráinsdóttir stendur í marki Breiðabliks. Samkvæmt samantekt Vísis hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þeim 114 deildarleikjum sem hún hefur spilað fyrir Breiðablik síðan hún gekk til liðs við liðið árið 2014. Hún hefur haldið hreinu í 67 leikjum.

Markaskorun Breiðabliks hefur verið dreifð í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahæst Blika með 11 mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skorað sex mörk og Alexandra Jóhannsdóttir hefur skorað fimm mörk.

Í marki HK stendur Hrafnhildur Hjaltalín. Hún kom til liðsins frá Fjölni fyrir tímabilið. HK fékk eitt mark á sig í öðrum leik tímabilsins á móti Álftanesi. Síðan þá hafa þær haldið hreinu, í fimm leiki í röð. Tveir leikmenn HK hafa að mestu leyti séð um markaskorun HK. María Lena Ásgeirsdóttir hefur skorað 11 mörk og Karen Sturludóttir hefur skorað 9 mörk. María Lena er fædd árið 2002 og er því 18 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH staðfestir kaup á Matta Vill

FH staðfestir kaup á Matta Vill
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbiður United um að leyfa sér að fara

Grátbiður United um að leyfa sér að fara
433Sport
Í gær

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli
433Sport
Í gær

Liverpool skoraði sjö í deildarbikarnum

Liverpool skoraði sjö í deildarbikarnum
433Sport
Í gær

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur
433Sport
Í gær

United reynir að selja sex til að eiga aur fyrir Sancho

United reynir að selja sex til að eiga aur fyrir Sancho