fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Hin 16 ára Amanda Andradóttir skrifar undir í Danmörku

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 20:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Andradóttir skrifaði undir samning til tveggja ára hjá liðinu FC Nordsjælland í Danmörku í dag. Amanda er einungis 16 ára gömul og þykir hún vera mjög efnileg.

Amanda fór fyrst til Danmerkur í fyrra en þar spilaði hún með sterku U-18 liði Fortuna Hjørring. Hún segir í viðtali við FC Nordsjælland að hún sé bæði stolt og ánægð með félagsskiptin. „Núna hef ég verið hér í smá stund og mér finnst allir í liðinu og öllu félaginu hafa tekið mjög vel á móti mér. Mér líður vel og ég hlakka til að byrja tímabilið,“ sagði Amanda.

Christian Taylor, yfirmaður kvennaknattspyrnunnar hjá FC Nordsjælland hrósaði Amöndu mikið í tilkynningu félagsins. „Hún er enn ung og á langan og bjartan feril framundan. Hún er ótrúlega góð með boltann og við teljum að hún geti lagt liðinu lið með sóknarkunnáttu sinni á vellinum. Svo er hún síðast en ekki síst mjög metnaðarfull ung manneskja með stóra drauma og hún er tilbúin að leggja hart að sér til þess að ná þeim,“ sagði Taylor.

Amanda er uppalinn Valsari og hefur undanfarna mánuði æft með meistaraflokki kvenna ásamt því að spila með 2. og 3. flokki félagsins. Amandra er dóttir Andra Sigþórssonar, hann átti farsælan feril en meiðsli settu strik í reikning. Þá er Amanda, frænka Kolbeins Sigþórssonar, sem er einn besti landsliðsmaður í sögu Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar