fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Víðir segir stöðuna vera óljósa – „Það er mikið undir“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. ágúst 2020 20:30

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddi um KSÍ á blaðamannafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þar virtist hann ekki hafa góðar fréttir fyrir KSÍ. Vísir greindi frá málinu.

„Við fengum mjög ítarlegan spurningalista frá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Víðir á fundinum. „Þeir eru að skoða alla möguleika á því hvernig þeir geti hagað starfseminni. Það er mikið undir hjá KSÍ, ekki bara Íslandsmótin, það eru Evrópukeppnir félagsliða og stórir landsleikir framundan,“ sagði hann enn fremur.

Á morgun mun Víðir hitta forsvarsmenn KSÍ og ræða málið og kemur það þá vonandi í ljós hvernig hlutum verður háttað þegar kemur að íslenskri knattspyrnu í faraldrinum. Forsvarsmenn KSÍ munu ábyggilega reyna að fá það í gegn að leikir verði spilaðir með svipuðu móti og sést hefur úti, það er án aðdáenda.

„Staðan er bara mjög óljós eins og er og erfitt að svara sumum spurningum sem þar hafa verið settar fram eins og fyrsti Evrópuleikurinn er 18. ágúst og síðan er landsleikir í lok ágúst og byrjun september,“ sagði Víðir einnig.

„Á meðan erum við að meta stöðuna frá degi til dags, við munum hitta forsvarsmenn KSÍ á morgun og vonandi getum við veitt svör við einhverjum af þeim spurningum sem þeir hafa, en það er ekki víst að þau verði öll á þá lund sem þeim langar til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði