fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Rio Ferdinand segir að þetta sé besti varnarmaður heims í dag – „Ég elska hann“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, var viðmælandi í hlaðvarpinu Beautiful Game á dögunum. Þar sagði hann hverjir væru bestu varnarmenn allra tíma í ensku úrvalsdeildinni að hans mati. DailyMail greindi frá.

„Ég elska hann. Ég held að hann sé sá besti í heiminum í dag,“ sagði Ferdinand um hollenska varnarmanninn Virgil Van Dijk, sem spilar með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er án efa magnaður leikmaður en ég held samt að hann sé ekki að fást við sömu verkefni og ég gerði þegar ég spilaði,“ sagði Ferdinand og útskýrði að þegar hann var að spila var það algengara að lið væru með tvo sóknarmenn. Í dag er það hins vegar algengara að lið séu með einn sóknarmann og tvo menn á köntunum.

„Hann hefði samt verið magnaður leikmaður á hvaða tímabili sem er. Ég væri til í að sjá hann spila á móti tveimur sóknarmönnum eins og ég gerði. Ég held að hann myndi samt ráða við það.

Í þættinum valdi Ferdinand fimm bestu varnarmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ásamt Van Dijk valdi hann Nemanja Vidic, sem lék með Ferdinand hjá Manchester United, Vincent Kompany, sem spilaði með Manchester City, John Terry, fyrrum fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, og Sol Campbell sem spilaði meðal annars með Tottenham og Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Í gær

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið
433Sport
Í gær

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
433Sport
Í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum
433Sport
Í gær

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni
433Sport
Í gær

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“