fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

„Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 10:59

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ segist vera bjartsýnn á að Íslandsmótið verði klárað þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Guðni ræddi um málið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977.

Knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað til 5. ágúst en yfirvöld vilja fresta öllum íþróttum og æfingum sem innihalda snertingu til 13. ágúst. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda,“ sagði Guðni í þættinum. „Ef okkur seinkar um eina til tvær vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Nú er lykilatriði að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“

KSÍ setti reglugerð í ár sem segir að einungis þarf að klára 2/3 af Íslandsmótinu svo hægt sé að krýna sigurvegara auk þess til að vita hverjir falla og fara upp um deildir. Þó verður ekki leikið lengur en til 1. desember. „Við vildum ekki alveg fara fram að jólum eða inn í næsta ár. Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert