fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
433Sport

„Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 10:59

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ segist vera bjartsýnn á að Íslandsmótið verði klárað þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Guðni ræddi um málið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977.

Knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað til 5. ágúst en yfirvöld vilja fresta öllum íþróttum og æfingum sem innihalda snertingu til 13. ágúst. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda,“ sagði Guðni í þættinum. „Ef okkur seinkar um eina til tvær vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Nú er lykilatriði að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“

KSÍ setti reglugerð í ár sem segir að einungis þarf að klára 2/3 af Íslandsmótinu svo hægt sé að krýna sigurvegara auk þess til að vita hverjir falla og fara upp um deildir. Þó verður ekki leikið lengur en til 1. desember. „Við vildum ekki alveg fara fram að jólum eða inn í næsta ár. Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni