fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
433Sport

Fótboltinn á Instagram – Ekki bara í boltanum

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 15. ágúst 2020 15:30

Mynd/Skjáskot Instagram/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski boltinn er byrjaður að rúlla að nýju eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Í gær hófst 12. umferð í efstu deild karla. Hún heldur áfram í dag og klárast á morgun. Á morgun hefst einnig 10. umferð í efstu deild kvenna og klárast umferðin á mánudaginn. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum eins og er. Allir leikirnir um helgina eru í beinni útsendingu á miðlum Sýnar, Stöð 2 sport og Vísir.is.

Margt af okkar helsta knattspyrnufólki sýnir frá fótboltanum og sínu daglega lífi á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkrir leikmenn í efstu deildum karla og kvenna sem vert er að fylgjast með á Instagram.

Elín Metta Jensen – Valur

Elín Metta er mikill markaskorari, bæði fyrir Val og íslenska landsliðið. Hún hefur verið einn besti leikmaðurinn í íslensku deildinni undanfarin ár. Hún hefur alla tíð spilað fyrir Val hérlendis. Meðfram fótboltanum leggur Elín stund á læknisfræði við Háskóla Íslands.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elín Metta Jensen (@elinmettaj) on

Viktor Karl Einarsson – Breiðablik

Viktor Karl er uppalinn í Breiðabliki og er fæddur árið 1997. Hann fór til Hollands 16 ára þar sem hann spilaði með varaliði AZ Alkmaar. Hann færði sig um set til Svíþjóðar og spilaði með IFK Värnamo. Árið 2019 kom hann aftur til Íslands og gekk í raðir Breiðabliks. Í dag spilar hann með uppeldisfélagi sínu og er einn af eigendum fatamerkisins Bökk.

 

View this post on Instagram

 

🥵 📸: @huldamargretsportphotography

A post shared by viktoreinarsson (@viktoreinarsson) on

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir – KR

Þórdís Hrönn gekk til liðs við KR fyrir núverandi tímabil. Hún hefur spilað 109 leiki í efstu deild. Þórdís fagnaði Íslandsmeistaratitli með Stjörnunni árið 2016.

Atli Sigurjónsson – KR

Atli er fæddur árið 1991. Hann spilar með KR í efstu deild. Hann hóf ferilinn með Þór árið 2008 og hefur einnig spilað með Breiðabliki. Atli hefur spilað 233 leiki í deildar- og bikarkeppnum og skorað í þeim 20 mörk.

 

View this post on Instagram

 

#allirsemeinn . 📸 Hafliði Breiðfjörð & Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

A post shared by Atli Sigurjónsson (@atlisigurjons) on

Hallbera Guðný Gísladóttir – Valur

Hallbera Guðný er uppalin Skagamær. Hún er núverandi leikmaður Vals og hefur spilað 179 leiki fyrir félagið. Hallbera hefur spilað 112 A-landsleiki.

 

View this post on Instagram

 

Äh 😶

A post shared by Hallbera Gisladottir (@hallberagisla) on

Sindri Snær Magnússon – ÍA

Sindri er uppalinn hjá ÍR. Áður en hann gekk til liðs við Skagamenn í fyrrasumar lék hann með ÍBV. Sindri varð bikarmeistari með ÍBV árið 2017.

 

View this post on Instagram

 

Double slide fyrir Lars

A post shared by Sindri Snær Magnusson (@sinsmag) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir FH vilja Óla Jó heim: „Við erum ekki Séð og heyrt“

Segir FH vilja Óla Jó heim: „Við erum ekki Séð og heyrt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Thiago missir hið minsta að næstu tveimur leikjum Liverpool

Thiago missir hið minsta að næstu tveimur leikjum Liverpool
433Sport
Í gær

Eiður Smári um framtíð sína: „Meira get ég ekki sagt um það“

Eiður Smári um framtíð sína: „Meira get ég ekki sagt um það“
433Sport
Í gær

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“
433Sport
Í gær

Aston Villa ekki í vandræðum með Fulham

Aston Villa ekki í vandræðum með Fulham
433Sport
Í gær

Ólafur þurfti að ræða við dóttur sína eftir ummæli Rúnars – „Auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana“

Ólafur þurfti að ræða við dóttur sína eftir ummæli Rúnars – „Auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana“