fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
433Sport

70% fengu launalækkun og 40% óttast sóttkví – „Gríðarlega mikil vonbrigði“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 13:12

Arnar Sveinn, formaður Íslensku leikmannasamtakanna. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku leikmannasamtökin birtu í dag niðurstöðu úr könnun sem samtökin gerðu á meðal leikmanna í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu. Könnunin snérist um viðhorf leikmanna í kjölfari kórónuveirufaraldursins. Fótbolti.net vakti athygli á niðurstöðunum.

„Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla,“ segir í tilkynningu leikmannasamtakanna.

Fyrsta spurning könnunarinnar var varðandi skoðun leikmanna á því að fótboltinn væri að hefjast aftur í miðjum faraldri. 70% leikmanna sem svöruðu sögðust vera ánægðir, tæplega 20% voru hlutlausir en rúmlega 10% voru á móti því.

Þá sögðust rúm 40% leikmanna að þeir óttuðust að fara í sóttkví. 70% leikmanna sögðu að þeirra félag hafi lækkað laun eða aðrar greiðslur þegar faraldurinn hófsst í vor. 30% leikmanna sögðu að það hafi ekki verið gert í sátt við leikmenn.

„Gríðarlega mikil vonbrigði“

Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Leikmannasamtökin virðast ekki vera sátt með þetta. „Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru,“ segir í tilkynningunni.

„Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir FH vilja Óla Jó heim: „Við erum ekki Séð og heyrt“

Segir FH vilja Óla Jó heim: „Við erum ekki Séð og heyrt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Thiago missir hið minsta að næstu tveimur leikjum Liverpool

Thiago missir hið minsta að næstu tveimur leikjum Liverpool
433Sport
Í gær

Eiður Smári um framtíð sína: „Meira get ég ekki sagt um það“

Eiður Smári um framtíð sína: „Meira get ég ekki sagt um það“
433Sport
Í gær

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“
433Sport
Í gær

Aston Villa ekki í vandræðum með Fulham

Aston Villa ekki í vandræðum með Fulham
433Sport
Í gær

Ólafur þurfti að ræða við dóttur sína eftir ummæli Rúnars – „Auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana“

Ólafur þurfti að ræða við dóttur sína eftir ummæli Rúnars – „Auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana“