fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Fyrrum landsliðsfyrirliði kýldi dómara – Sparkaði í hann meðan hann lá í jörðinni

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum fyrirliði Rússneska landsliðsins, Roman Shirokov, kýldi dómara í nefið og sparkaði svo í hann í áhugamannaleik á mánudaginn. The Sun greinir frá þessu.

Shirokov, sem er 39 ára gamall og búinn að leggja skóna á hilluna, var allt annað en sáttur með dómarann í þessum leik sem átti nú aðallega bara að vera til gamans. Shirokov missti stjórn á skapi sínu eftir að hann fékk ekki víti. Dómarinn var ekki sáttur með Shirokov og virtist ætla að spjalda hann. „Ef þú gefur mér rautt spjald þá kýli ég þig,“ á Shirokov að hafa sagt við dómarann.

Dómarinn gaf honum engu að síður rautt spjald og kýldi Shirokov hann þá í andlitið. Þá sparkaði Shirokov einnig í dómarann á meðan að hann lá hreyfingarlaus á jörðinni. Dómarinn er bólginn í andlitinu eftir barsmíðarnar auk þess sem hann fékk ljótan skurð fyrir ofan augað sitt.

Shirokov hefur nú beðist afsökunnar á framferði sínu. „Ég vil fá að biðjast innilegrar afsökunar fyrir að hafa hagað mér svona. Ég veit það vel að það að gefa ekki augljóst víti og sýna síðan rauða spjaldið getur ekki réttlætt það sem ég gerði. Ég vona að dómarinn geti snúið aftur til starfa eins fljótt og auðið er.“

Rússneskur sérfræðingur í fótbolta, Artur Petrosyan, segir að dómarinn ætli að fara til lörgeglunnar en sé hræddur um að það bindi enda á ferilinn því Shirokov er með svo góðar tengingar. „Ég var í fjóran og hálfan tíma á spítalanum og síðan auka 15-20 mínútur í neyðarmóttökunni. Ég fékk spor alls staðar og fór í alls konar rannsóknir. Það sem skiptir mestu er að það er í lagi með mig. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari, eins og þeir segja,“ sagði dómarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið

Eftir mikla eyðslu þarf nú að selja – Tíu sem geta farið
433Sport
Í gær

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
433Sport
Í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum
433Sport
Í gær

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni

Raggi Sig spilaði í sigri í Evrópudeildinni
433Sport
Í gær

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“