fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 11:07

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Cairney, fyrirliði Fulham, sagði frá því í samtali við SkySports hvernig liðið hans fagnaði eftir að það komst upp í efstu deild Englands. Hann viðurkenndi meðal annars að þeir hafi farið í karaókí snemma daginn eftir.

Í síðustu viku komst Fulham upp í efstu deild Englands eftir 2-1 sigur á Brentford á Wembley. Sigur í leiknum tryggði pláss í úrvalsdeildinni og voru leikmenn Fulham að vonum glaðir. Þeir fögnuðu að mestu á hótelinu sínu.

Cairney gaf innsýn í hvernig fagnaðarlætin í viðtali við SkySports daginn eftir. Eftir að vera spurður hvernig honum liði eftir gærkvöldið spurði hann fréttamann hvað klukkan væri. „Ég er frekar þunnur og þreyttur en aðallega er ég stoltur. Ég er stoltur af strákunum, stoltur af liðinu og ánægður fyrir hönd þjálfarans og starfsfólksins. Það er frábær tilfinning að komast aftur í efstu deildina,“ sagði Cairney en Fulham spilaði síðast í efstu deildinni tímabilið 2018-2019. Viðveran í deildinni fyrir neðan var því ekki löng.

Cairney sagði við fréttamanninn í djóki að það hafi verið bara rólegt hjá liðinu eftir sigurinn. „Nei ég segi svona, það var smá karaókí, nóg af bjór og kampavíni. Það var svo gott að deila þessu með öllum. Þetta er búið að vera erfitt ár svo það var virkilega gott að klára það svona.“ Þá var Cairney spurður hvernig karaókíið var. „Ég prófaði smá, það var ekki það besta en ég reyndi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
433Sport
Í gær

United að leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho

United að leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum

Botnlaus eyðsla – 153 milljarðar á nokkrum árum
433Sport
Í gær

Óttast að Kári Árnason missi af landsleiknum mikilvæga

Óttast að Kári Árnason missi af landsleiknum mikilvæga
433Sport
Í gær

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“
433Sport
Í gær

Rúnar Alex þurfti að segja pabba sínum tvisvar frá Arsenal

Rúnar Alex þurfti að segja pabba sínum tvisvar frá Arsenal
433Sport
Í gær

Jón Þór notaði myndir af Íslandsvinunum til að vara stelpurnar við

Jón Þór notaði myndir af Íslandsvinunum til að vara stelpurnar við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samir óttaðist um öryggi sitt í Breiðholti á sunnudag – Þungar refsingar fyrir ofsalega framkomu

Samir óttaðist um öryggi sitt í Breiðholti á sunnudag – Þungar refsingar fyrir ofsalega framkomu