fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Knattspyrnumaður braut sóttkví – Yfirvöld fokill og gætu flautað boltann af á blaðamannafundi

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Boli Bolingoli, sem leikur með Celtic á Skotlandi, er ekki í uppáhaldi hjá knattspyrnufólki í Skotlandi um þessar mundir. Bolingoli braut sóttkví sem hann átti að vera í og hefur forsætisráðherra Skotlands verið sögð ætla að skoða að loka alfarið á fótboltann þar í landi vegna þessa. DailyMail greinir frá.

Celtic hefur fordæmt hegðunina hjá Bolingoli. Bolingoli ferðaðist nýverið til Spánar og sagði ekki liðinu frá því. Þegar hann kom til baka átti hann að fara í 14 daga sóttkví en gerði það ekki. Þá kom hann inn á sem varamaður í leik Celtic gegn Kilmarnock þegar hann átti að vera í sóttkví. Þjálfari Celtic, Neil Lennon, segist ekki hafa vitað að Bolingoli hafi verið í útlöndum þegar hann setti hann inn á í leiknum

Liðið hefur beðist afsökunnar á Bolingoli í tilkynningu en þar segir einnig að „það sé erfitt að ímynda sér óábyrgari hegðun í núverandi ástandi“. Þá baðst Bolingoli einnig afsökunnar á hegðun sinni. „Ég gerði risastór mistök. Ég vil biðja þjálfarann minn, liðsfélaga mína, stuðningsmennina og alla hjá liðinu afsökunnar. Ég veit að það sem ég gerði var rangt og ég veit að ég mun þurfa að taka á móti afleiðingunum.“

Það er þó ekki víst að þessar afsökunarbeiðnir dugi til að halda skoska boltanum gangandi. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem reglurnar eru brotnar eftir að deildin fór aftur af stað. Tveir leikmenn Aberdeen smituðust af Covid-19 eftir að hópur í liðinu fór út að borða saman. Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, var allt annað en sátt eftir fréttirnar af leikmönnum Aberdeen. „Þeir brutu reglurnar vísvitandi, reglur sem allir voru búnir að samþykkja, það er algjörlega óásættanlegt. Fótboltinn fékk að fara aftur af stað með því eina skilyrði að leikmenn og lið myndu fara eftir reglunum,“ sagði forsætisráðherran.

Forsætisráðherran hefur boðað til blaðamannafundar í dag og búast margir við að hún gæti verið að tilkynna að deildin verði flautuð af í þetta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Gat ekki sagt nei við FH
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KV skrefi nær 2. deildinni

KV skrefi nær 2. deildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH staðfestir kaup á Matta Vill

FH staðfestir kaup á Matta Vill
433Sport
Í gær

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?
433Sport
Í gær

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu
433Sport
Í gær

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi
433Sport
Í gær

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli
433Sport
Í gær

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum
433Sport
Í gær

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur