fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Hrottaleg árás á dómara sem óttast um líf sitt – „Hann gæti komið með hníf og myrt dómarann á vellinum“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottaleg árás á dómara í áhugamannafótboltaleik hefur vakið mikla athygli og óttast er að dómari gæti á endanum verið myrtur í leik. DailyMail greinir frá þessu.

Dómarinn Satyam Toki þurfti að fara með sjúkrabíl eftir að hann var kýldur þrisvar í andlitið af leikmanni sem hann sendi af velli í vináttuleik á sunnudaginn. Toki, sem er 28 ára gamall, segist vera heppinn að hafa ekki fengið heilaskaða eða verða blindur eftir atvikið. Toki segist vera hræddur við að dæma aftur eftir atvikið en það náðist á myndband og er nú í höndum lögreglunnar sem er að rannska málið.

Toki segist ætla að kæra árásarmanninn sem sagður er vera nýútskrifaður kennari. Ástæðuna fyrir kærunni segir Toki að „hann gæti komið með hníf og myrt dómarann á vellinum“. Ákvörðun Toki um að kæra málið hefur fengið lof frá dómarasambandi Bretlands sem hefur varað við að dómari geti misst lífið í starfi sínu nema frekari varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá hefur sambandið einnig hvatt til þess að refsað verði almennilega fyrir árásir af þessu tagi.

„Ég trúi ekki að svona hafi gerst í fótboltaleik, hvað þá í vináttuleik“

Toki var að dæma vináttuleik milli NW London FC, sem leikur í elleftu deild Englands, og Sporting Club de Mundial, áhugamannaliði sem stofnað var af knattspyrnutímaritinu Mundial. Toki hafði gefið leikmanninum gult spjald fyrir kjaft en lyfti síðan rauða spjaldinu þegar leikmaðurinn fór að hóta honum öllu illu. „Ég rak hann út af og þá byrjaði þetta allt saman. Hann missti stjórn á skapi sínu og réðst á mig. Hann kýldi mig þrisvar í andlitið og ætlaði að ráðast aftur á mig þegar aðrir leikmenn stoppuðu hann. Eftir það hljóp hann í burtu af svæðinu.“

Dómarinn fékk skurð fyrir ofan vinsta augað eftir barsmíðarnar en leikmaðurinn var með armband á hendinni sem hann kýldi með. „Það var mín sök því ég hefði átt að tékka á því fyrir leikinn. Þegar hann kýldi mig þá fór armbandið í mig, ég fann að það var beitt,“ segir Toki.

„Annar þjálfarinn hringdi í neyðarlínuna til að fá lögregluna á svæðið og einhver annar hringdi á sjúkrabíl. Sem betur fer er ég ekki meira meiddur en hann hefði auðveldlega getað hitt í augað á mér og þá veit ég ekki hvað hefði gerst. Ég hef verið að dæma í 6 ár, það er áhugamálið mitt. En ég er mjög hræddur við að fara aftur að dæma, ég er enn í áfalli eftir þetta. Ég trúi ekki að svona hafi gerst í fótboltaleik, hvað þá í vináttuleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Gat ekki sagt nei við FH
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KV skrefi nær 2. deildinni

KV skrefi nær 2. deildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH staðfestir kaup á Matta Vill

FH staðfestir kaup á Matta Vill
433Sport
Í gær

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?
433Sport
Í gær

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu
433Sport
Í gær

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi
433Sport
Í gær

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli
433Sport
Í gær

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum
433Sport
Í gær

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur