fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Evrópudeildin: Shaktar Donetsk og Sevilla áfram – Evrópudraumur Wolves úr sögunni

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Shaktar Donetsk spilaði við Basel og Wolves keppti við Sevilla.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

Shaktar Donetsk 4-1 Basel

Shaktar komst yfir þegar einungis 2 mínútur voru liðnar af leiknum. Það var Júnior Moraes sem skoraði markið eftir stoðsendingu frá Marios. Marios lagði síðan upp annað mark fyrir Shaktar 20 mínútum síðar en það var Taison sem skoraði það mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en þegar um hálftími var liðin af þeim seinni náði Alan Patrick að koma Shaktar í 3-0. Á 88 mínútu náði Dodô að skora fjórða mark Shaktar en Ricky van Wolfswinkel minnkaði muninn fyrir Basel í uppbótartíma. Það mark dugði þó alls ekki til og var lokaniðurstaðan 4-1 fyrir Basel sem er nú komið í undanúrslitin.

Wolves 0-1 Sevilla

Wolves hafa verið á góðu skriði undanfarin ár og voru þeir meðal annars í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á tímabilinu en misstu það og Evrópudeildarsæti undir lokin. Þeir vildu því að öllum líkindum ná sem bestum árangri í þessari keppni en það gekk ekki í kvöld. Á 13. mínútu klúðraði Raúl Jiménez víti fyrir Wolves og virtist sem leikurinn færi í framlengingu en hvorugt liðanna var að ná að skora. Lucas Ocampos náði þó að brjóta ísinn fyrir Sevilla menn og skoraði hann sigurmarkið þegar einungis 2 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 0-1 því lokaniðurstaðan og Sevilla er komið í undanúrsllit.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Gat ekki sagt nei við FH
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KV skrefi nær 2. deildinni

KV skrefi nær 2. deildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH staðfestir kaup á Matta Vill

FH staðfestir kaup á Matta Vill
433Sport
Í gær

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?

Tilraun til þess að svindla eða mannleg mistök?
433Sport
Í gær

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu
433Sport
Í gær

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi
433Sport
Í gær

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli
433Sport
Í gær

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum

Keflavík með annan fótinn í efstu deild eftir sigur á Haukum
433Sport
Í gær

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur