fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
433Sport

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH hefur einungis sólarhring til að svara UEFA hvort hægt verði að spila leik FH gegn Dunajska Streda í undankeppni Evrópudeildarinnar hér á landi. Sem stendur eru fótboltaleikir ekki leyfðir hér á landi en leikur FH á að fara fram þann 27. ágúst næstkomandi.

Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, ræddi við Fótbolta.net um málið og sagði að félagið væri í sambandi við Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra varðandi málið. „Við eigum fund með ráðherra, KSÍ og fleirum núna klukkan 13. Við þurfum bara setja allt í gang núna til að ryðja öllum hindrunum úr vegi. Við viljum leika á okkar heimavelli og þurfum að fá ígildi undanþágu eða skilning á því að þetta sé gert með þessum hætti. Þetta er það sem við erum að vinna í og þurfum að fá svar við sem allra fyrst.“

Valdimar segir að FH sé að skoða það að keppa leikinn á einhverju af Norðurlöndunum en það er plan B. Hann vekur þó athygli að Evrópukeppnin er hluti af alþjóðlegu samstarfi og vonar hann að sjónarmið verði eftir því. „Þetta er UEFA keppni, hluti af alþjóðlegu samstarfi í fótboltanum. Ef þetta væri landsleikur, yrði þá staðið í vegi fyrir honum? Ég vona að svipuð sjónarmið verði uppi. Það eru miklir hagsmunir í húfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jói Fel í gjaldþrot
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kepa í klípu – Chelsea staðfestir kaup á nýjum markverði

Kepa í klípu – Chelsea staðfestir kaup á nýjum markverði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Smit á æfingu hjá KSÍ um liðna helgi – Fjöldi fer í sóttkví

Smit á æfingu hjá KSÍ um liðna helgi – Fjöldi fer í sóttkví
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

ÍH síðastir í undanúrslit

ÍH síðastir í undanúrslit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rúnar Alex fagnar sigri í fyrsta leik

Rúnar Alex fagnar sigri í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“
433Sport
Í gær

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 230 milljónir í pottinum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 230 milljónir í pottinum
433Sport
Í gær

Skitið í deigið í Garðabæ – „Keppir ekki við íþróttafélag borgarsjóðs í boði Dags B“

Skitið í deigið í Garðabæ – „Keppir ekki við íþróttafélag borgarsjóðs í boði Dags B“
433Sport
Í gær

Úlfarnir halda áfram að notfæra sér gott samband við Jorge Mendes

Úlfarnir halda áfram að notfæra sér gott samband við Jorge Mendes