fbpx
Laugardagur 19.júní 2021
433Sport

Hinn 9 ára Jökull vekur athygli stórstjörnu – Tugir þúsunda hafa séð Jökul leika listir sínar

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökull, 9 ára gamall fótboltakappi sem æfir með ÍA á Akranesi, vakti athygli stórstjörnu á Twitter í dag.

Stjórstjarnan sem um ræðir er sóknarmaðurinn Marcus Rashford sem leikur með Manchester United í efstu deild Englands. Sindri Birgisson, faðir Jökuls, deildi myndbandi af syni sínum að leika listir sínar með boltann á Twitter-síðu sína í gær. „Þetta er Jökull, 9 ára sonur minn frá Íslandi. Hann elskar að æfa sig allan daginn og var til í áskorunina,“ sagði Sindri með tístinu en áskorunin sem um ræðir er á vegum Rashford og Nike.

Tækni Jökuls með boltann vakti greinilega athygli Rashford þar sem hann svaraði tístinu. „Já Jökull,“ sagði Rashford og setti mynd af höndum að klappa með. Í samtali við DV segir Sindri að Jökull sé himinlifandi með þetta. „Hann er nátturulega bara gríðarlega spenntur,“ segir Sindri. „Hann sá þetta og vildi gera þetta þannig hann fór beint að æfa sig.“ Myndbandið hefur fengið afar mikla athygli en þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 46 þúsund manns séð það.

Myndbandið af Jökli má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Stuðningsmenn slógust í Lundúnum

Sjáðu myndbandið: Stuðningsmenn slógust í Lundúnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eriksen útskrifaður af spítala – ,,Mun styðja liðið á mánudag“

Eriksen útskrifaður af spítala – ,,Mun styðja liðið á mánudag“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svíþjóð sigraði Slóvakíu – Emil skoraði eina markið

Svíþjóð sigraði Slóvakíu – Emil skoraði eina markið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegir yfirburðir Blika á öllum sviðum en uppskeran rýr

Ótrúlegir yfirburðir Blika á öllum sviðum en uppskeran rýr
433Sport
Í gær

Ísak seldur í Danmörku og þarf að yfirgefa ísland

Ísak seldur í Danmörku og þarf að yfirgefa ísland
433Sport
Í gær

Skúrkurinn gómaður í sleik á snekkju – Játaði sekt sína með undarlegri yfirlýsingu

Skúrkurinn gómaður í sleik á snekkju – Játaði sekt sína með undarlegri yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Ramos ósáttur við endalokin hjá Madrid

Ramos ósáttur við endalokin hjá Madrid
433Sport
Í gær

Ronaldo bannar syni sínum að drekka gos og skipar honum á hlaupabrettið

Ronaldo bannar syni sínum að drekka gos og skipar honum á hlaupabrettið