fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
433

Stórkostleg endurkoma Milan gegn Juventus

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan vann frábæran sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti meisturum Juventus.

Juventus er nánast búið að vinna deildina eftir tvö tap Lazio í röð en liðið er með sjö stiga forskot á toppnum.

Juventus var komið í 2-0 á 53. mínútu með mörkum frá Adrien Rabiot og Cristiano Ronaldo. Útlitið ekki beint bjart fyrir heimamenn.

Á 62. mínútu lagaði Zlatan Ibrahimovic stöðuna fyrir Milan en hann skoraði þá úr vítaspyrnu.

Fjórum mínútum seinna skoraði Franck Kessie annað mark fyrir Milan og staðan allt í einu orðin 2-2.

Aðeins mínútu seinna var staðan orðin 3-2 þegar Ante Rebic skoraðid þriðja mark Milan og liðið búið að skora þrjú mörk á fimm mínútum.

Rebic bætti svo við sínu öðru marki á 80. mínútu og vann Milan að lokum frábæran 4-2 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“
433Sport
Í gær

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði
433Sport
Fyrir 4 dögum

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“