fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Chelsea fékk þrjú dýrmæt stig – Norwich tapaði

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea fékk dýrmæt þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Crystal Palace.

Chelsea komst í 2-0 með mörkum Olivier Giroud og Christian Pulisic áður en Wilfried Zaha lagaði stöðuna fyrir heimamenn.

Tammy Abraham kom Chelsea svo í 3-1 en sú forysta entist í eina mínútu eftir mark Christian Benteke stuttu seinna.

Palace pressaði stíft að marki Chelsea undir lokin en fleiri urðu mörkin ekki og lokastaðan 2-3.

Danny Welbeck reyndist þá hetja Watford sem vann einnig gríðarlega mikilvægan botnbaráttusigur gegn Norwich.

Norwich komst yfir í leiknum áður en Craig Dawson jafnaði metin fyrir heimamenn með skalla.

Welbeck kláraði svo leikinn með frábærri hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik og lokatölur 2-1.

Crystal Palace 2-3 Chelsea
0-1 Olivier Giroud(6′)
0-2 Christian Pulisic(27′)
1-2 Wilfried Zaha(34′)
1-3 Tammy Abraham(71′)
2-3 Christian Benteke(72′)

Watford 2-1 Norwich
0-1 Emiliano Buendia(4′)
1-1 Craig Dawson(10′)
2-1 Danny Welbeck(55′)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 2 dögum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hin 16 ára Amanda Andradóttir skrifar undir í Danmörku

Hin 16 ára Amanda Andradóttir skrifar undir í Danmörku
433Sport
Fyrir 3 dögum

Markahæstar í Lengjudeildinni það sem af er móti – Þrjár með fimm mörk

Markahæstar í Lengjudeildinni það sem af er móti – Þrjár með fimm mörk
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andri Fannar verður áfram á Ítalíu – Framlengir við Bologna

Andri Fannar verður áfram á Ítalíu – Framlengir við Bologna
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hinn ungi og efnilegi Ísak spilaði allan leikinn í Svíþjóð

Hinn ungi og efnilegi Ísak spilaði allan leikinn í Svíþjóð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rashford mun prýða forsíðu Vogue tímaritsins – „Þá væri ég að bregðast sjálfum mér“

Rashford mun prýða forsíðu Vogue tímaritsins – „Þá væri ég að bregðast sjálfum mér“