fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
433Sport

Kiddi Jak tjáir sig um umdeild atvik helgarinnar: ,,Heildarniðurstaðan er rétt“

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 08:30

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Jakobsson, fyrrum dómari, ræddi við RÚV um helgina eftir leik KR og Víkings R. á laugardaginn.

Helgi Mikael, dómari leiksins, var í umræðunni eftir að hafa gefið Víkingum heil þrjú rauð spjöld í leiknum.

Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir beint rautt spjald hjá Víkingum í leik sem tapaðist 2-0.

Í viðtalinu við RÚV þá segir Kristinn að Helgi hafi gert rétt með að reka Kára og Sölva af velli.

„Samkvæmt bókinni er það hárrétt spjald. Brotið sem slíkt er ekki harkalegt en leikmaðurinn er kominn einn í gegn og Kári tekur í hann sem verður til þess að Kristján Flóki lætur sig falla niður á auðveldan hátt en brotið er slíkt; einn í gegn í upplögðu marktækifæri. Það er bara hreint og klárt rautt í mínum huga og ég held að Helgi Mikael hafi gert rétt í því atviki,“ sagði Kristinn við RÚV.

Spjald Sölva var ansi umdeilt en Pablo Punyed ýtti í bakið á varnarmanninum sem fór svo með hendina í andlit Stefáns Árna Geirssonar.

Kristinn segir þó að Helgi hafi gert rétt með að reka Sölva af velli og að gefa Pablo gult spjald.

„Miðað við hvernig ég sá það á vellinum þá veitir Pablo honum smá ýtingu í bak, Sölvi fellur við og slær til leikmanns KR, í andlitið á honum. Mér fannst það alltaf rautt spjald en Pablo uppsker líka áminningu fyrir að hafa ýtt honum. Þannig að ég tel að sú heildarniðurstaða hjá Helga Mikael hafi verið rétt líka,“ segir Kristinn.

Kristinn heldur áfram og segir að Helgi hefði mögulega getað sleppt því að reka Halldór af velli.

Viðtalið í heild má heyra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Leikmenn Liverpool í nýju Nike treyjunni

Sjáðu myndirnar: Leikmenn Liverpool í nýju Nike treyjunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaðurinn í Víking Ólafsvík smitaður af COVID-19

Leikmaðurinn í Víking Ólafsvík smitaður af COVID-19
433Sport
Fyrir 3 dögum

Grunur um smit hjá íslensku knattspyrnuliði – Leikmaður í sýnatöku og æfingum frestað

Grunur um smit hjá íslensku knattspyrnuliði – Leikmaður í sýnatöku og æfingum frestað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hörð viðbrögð við orðum Emmsjé Gauta

Hörð viðbrögð við orðum Emmsjé Gauta
433Sport
Fyrir 3 dögum

Engir áhorfendur á leikjunum í kvöld – Leikjum næstu viku frestað

Engir áhorfendur á leikjunum í kvöld – Leikjum næstu viku frestað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andrea Pirlo gengur til liðs við Juventus

Andrea Pirlo gengur til liðs við Juventus
433Sport
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndina: Salah klippti hárið

Sjáðu myndina: Salah klippti hárið
433Sport
Fyrir 4 dögum

Bjóða 80 milljónir í Guðlaug

Bjóða 80 milljónir í Guðlaug