fbpx
Þriðjudagur 01.desember 2020
433Sport

Hjörtur gæti spilað í efstu deild Englands á næsta tímabili

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 31. júlí 2020 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson, sem spilar með Bröndby í efstu deild Danmerkur, gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni ef marka má heimildir fjölmiðilsins The Athletic.

Vísir vekur athygli á grein The Athletic sem fjallar um það hvað knattspyrnufélagið Leeds geti gert til að gera liðið nógu gott fyrir efstu deild Englands. Leeds tryggði sér nýverið sæti í efstu deildinni og mun liðið að öllum líkindum reyna að ná leikmönnum til sín sem geta hjálpað þeim að halda sér þar.

Fjallað var um varnarmanninn Ben White sem lék allar mínútur með Leeds á tímabilinu sem var að ljúka. Sá var hjá Leeds á láni frá Brighton og gæti vel verið að Brighton vilji halda varnarmanninum. Þó var Brighton að kaupa nýjan varnarmann og gæti Leeds því mögulega náð að fá White til sín á næsta tímabili líka.

Í grein The Athletic kemur þó fram að ef kaup Leeds á White ganga ekki upp þá er Leeds með annan leikmann til að fá. Það er einmitt hann Hjörtur Hermannsson. „Hann er góður með boltann auk þess sem hann er svipaður White þegar kemur að varnarleiknum.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðar Helguson minnist Paba Bouba Diop: „Ljúfasta manneskja sem eg hef kynnst“

Heiðar Helguson minnist Paba Bouba Diop: „Ljúfasta manneskja sem eg hef kynnst“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu þegar Kjartan Henry hefndi sín á gömlum félögum um helgina – Fallegt mark

Sjáðu þegar Kjartan Henry hefndi sín á gömlum félögum um helgina – Fallegt mark
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfuðkúpa Jimenez brotnaði við höggið í gær – Er á batavegi

Höfuðkúpa Jimenez brotnaði við höggið í gær – Er á batavegi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóttir Maradona hágrét þegar hún mætti á völlinn í gær – Sat í einkastúku hans

Dóttir Maradona hágrét þegar hún mætti á völlinn í gær – Sat í einkastúku hans
433Sport
Í gær

Papa Bouba Diop látinn – Hetja á HM 2002

Papa Bouba Diop látinn – Hetja á HM 2002
433Sport
Í gær

Tölvuleikurinn sem bjargaði lífi 24 ára manns – „Ég vildi einfaldlega ekki lifa lengur“

Tölvuleikurinn sem bjargaði lífi 24 ára manns – „Ég vildi einfaldlega ekki lifa lengur“
433Sport
Í gær

Roy Keane um De Gea – „Hann hefur gert stór mistök“

Roy Keane um De Gea – „Hann hefur gert stór mistök“
433Sport
Í gær

Hörður og Arnór spiluðu í tapi sem færir þá úr toppsætinu

Hörður og Arnór spiluðu í tapi sem færir þá úr toppsætinu