fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

Jói Berg: „Ég vil bara fá að njóta þess í nokkur ár í viðbót“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson vonar að meiðslavandræðin sem hann hefur verið að glíma við séu búin. Jóhann spilar með Burnley í efstu deild Englands og var í byrjunarliðinu í síðustu leikjum leiktíðarinnar í ensku deildinni.

„Þegar þú meiðist illa er yfirleitt vitað hvort maður sé meiddur í 6 mánuði eða 5 mánuði eða hvað það er, þá veistu allavega hversu lengi þú getur ekki spilað,“ sagði Jóhann í viðtali við heimasíðu Burnley. „Hjá mér er þetta öðruvísi því ég er búinn að vera að glíma við mikið af meiðslum í vöðvum. Ég meiðist, lagast síðan, kem aftur og meiðist þá aftur. Það hefur verið mjög erfitt.“

Jóhann vonast að þessi meiðsli heyri fortíðinni til og að hann verði góður núna. „Við höfum gert mikið af æfingum sem eiga að hjálpa að styrkja allan líkamann þar sem það eru fullt af litlum hlutum sem hafa hrjáð mig. Vonandi mun þetta allt saman ganga upp núna.“

Að lokum segir Jóhann að hann vilji njóta þess að spila fótbolta. „Ég er 29 ára núna og verð 30 ára í október. Ég vil vera á vellinum eins mikið og ég get og njóta þess bara að spila í ensku deildinni, sem er besta deild heimsins fyrir mér. Ég vil bara fá að njóta þess í nokkur ár í viðbót.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Í gær

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru
433Sport
Fyrir 3 dögum

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí
433Sport
Fyrir 4 dögum

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik